Klukk!

Ég hef verið klukkuð og það þýðir að ég verð að reiða fram 8 stykki játningar. Sem betur fer er ég á leið úr landi í kvöld svo mér er víst óhætt að gera þetta og vona bara að allt verði gleymt eftir þrjár vikur Smile. Svo hér kemur það:

1. Ég horfi alltof mikið á sjónvarp. Það versta er að ég er bara með RÚV.

2. Ég er mikil áhugamanneskja um kaffi. Samt finnst mér nánast allt kaffi vont nema það sem ég sjálf og amma mín búum til.

3. Mér líður illa í miklu drasli og ryki. Ég er mjög löt að taka til og þrífa enda finnst mér það mjög leiðinlegt. Þetta veldur því að húsið mitt er draslaralegt og fullt af ryki.

4. Ég þoli ekki átök við fólk. Ég vil bara lifa í sátt og samlyndi við alla í kringum mig. Þegar ekki verður komist hjá átökum á ég það til að láta mig hverfa.

5. Ég er ekki mikið fyrir ókunnugt fólk. Ég er ekki góð í að tala við ókunnugt fólk og finnst óþægilegt að spjalla við það um ómerkilega hluti. Hins vegar á ég það til að koma með fyndin eða kaldhæðin komment við afgreiðslufólk eða aðra sem ég neyðist til að eiga samskipti við og það fellur ekki alltaf í góðan jarðveg.

6. Ég er haldin vægri þráhyggju. Oft geri ég hluti á ákveðinn hátt án þess að vita hvers vegna ég geri þá nákvæmlega svona þegar í rauninni er betra að gera þá öðruvísi. Mér finnst bara betra að gera þá á minn hátt og ég þoli ekki þegar fólk gagnrýnir það.

7. Ég er haldin fullkomnunaráráttu. Ég get ekki sent neitt frá mér nema það sé fullkomið og ef það er það ekki þá líður mér illa. Þar af leiðandi er ég oft mjög lengi að gera hlutina og þegar ég var barn var mér nokkrum sinnum sagt að það væri hægt að vera of vandvirkur!

8. Ég er með minn eigin háralit. Ég ákvað fyrir nokkrum árum að hætta að lita á mér hárið og vera ein af fáum konum sem þora að sýna sinn eigin háralit. Mig langaði líka til að vita hvernig hárið á mér er á litinn í raun og veru.

Þar hafið þið það. Heyrumst frá Spáni! Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð, bið að heilsa Björtu.

Hafðu samband þegar þið komið aftur!

Kveðja, Ásdís.

ásdís maría (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 11:42

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Góð stelpa . Allt mjög áhugavert. En flakkið á þér kona! Til Spánar??? Jæja. Sjáumst í ágúst. Góða ferð og skemmtun!

Laufey Ólafsdóttir, 13.7.2007 kl. 22:43

3 identicon

En kaffið hjá pabba? Ég hélt þér þætti það gott líka?

pabbi

Þorgrímur Gestsson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

223 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 23592

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 130
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband