Til bloggara...

... sem nota svartan bakgrunn og hvíta stafi: BREYTIÐ ÞVÍ!! Allir sem hafa unnið eitthvað við textagerð og prentun vita að texta með svartan bakgrunn og hvíta stafi er erfitt að lesa. En fyrr má nú vera! Í gærkvöldi byrjaði ég að lesa eitt slíkt blogg en varð að hætta í miðju kafi þar sem stafirnir voru bókstaflega farnir að dansa um skjáinn (mér sýndist það vera jive), og ekki nóg með það heldur héldu þeir áfram að dansa þó ég færi yfir í annað. Og þeir héldu áfram að dansa, í þetta sinn samba, eftir að ég skellti aftur tölvunni og henti henni frá mér. Ég var á þessu stigi orðin viss um að ég væri dauðvona.

En til allrar hamingju lagaðist þetta fljótlega og ég róaðist niður, aftur ánægð með lífið og tilveruna. Tölvuna snerti ég þó ekki það sem eftir lifði kvölds.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Kr.

Bara smá upplýsingar um þetta Þuríður mín...

Það sem þér getur fundist óþægilegt að lesa, (litur á texta vs. litur á bakgrunni), getur öðrum þótt þægilegt að lesa. Það er t.a.m. alþekkt að lesblindir eiga auðveldara með að lesa texta á lituðum  bakgrunni, t.d. bláum, en hvítum.

Ég er að vísu sammála þér um svarta bakgrunninn, en dettur ekki til hugar að skamma viðkomandi, sem gæti hugsanlega verið lesblindur og þótt nauðsynlegt að snúa litunum við til að eiga auðveldara með að lesa textann sinn.

Gunnar Kr., 6.9.2007 kl. 10:28

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég ætlaði einmitt að fara að nefna þetta með lesblinduna. Ég get auðveldlega lesið hvítt á svörtum grunni, það er rautt á bláum grunni (eða e-ð svipað) sem ég höndla ekki. Verð bara sjóveik.  

Laufey Ólafsdóttir, 6.9.2007 kl. 10:31

3 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Ég veit heilmikið um lesblindu enda vinn ég í skóla með mjög hátt hlutfall lesblindra. Við höfum aldrei fengið óskir um próf á svörtum bakgrunni. Flestum lesblindum finnst óþægilegt að lesa hvítt á svörtu, fyrir aðra skiptir það ekki máli. Aðalatriðið fyrir þá er leturstærð og -gerð, og mörgum finnst sumir litir betri en aðrir. Og ef stafirnir fara að dansa fyrir augunum á mér, sem er sérlega ólesblind, hvernig er þetta þá fyrir lesblinda?

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 6.9.2007 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

30 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband