Jesús Múhameð almáttugur!

Biskupsstofa brást illa við auglýsingunni frá Símanum þar sem notuð er síðasta kvöldmáltíð Krists til að auglýsa þriðju kynslóð af farsímum. Margir hafa víst látið í sér heyra og kvartað yfir þessu guðlasti. Biskupsstofa hefur hins vegar ekkert tjáð sig um birtingar skopmynda af Múhameð enda kannski ekki í hennar verkahring. Ég hef hins vegar áhyggjur af almenningi sem tjáir sig opinskátt um þessar skopmyndir og telur þær eiga rétt á sér vegna þess að annars væri vegið að tjáningarfrelsi fólks. Nær tjáningarfrelsið ekki líka til kristinnar trúar? Er allt í lagi að gera grín að annarra manna trúbrögðum en ekki okkar eigin? Þið sem kvartið yfir auglýsingu Símans, skiljið þið kannski núna hvernig múslimunum líður yfir skopmyndum af Múhameð?

Persónulega finnst mér þessi auglýsing frábærlega góð og ég hló mikið að henni í fyrsta sinn sem ég sá hana og hlæ enn í hvert sinn sem hún birtist. Ég er heldur ekki á móti því í sjálfu sér að skopmyndir séu gerðar af Múhameð, svo lengi sem það er gert í góðu. En ég er á móti þeim tvískinnungshætti að mótmæla öðru en ekki hinu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Vala

Ég frétti að þeit hefðu tekið hana úr umferð til lagfæringar. Ekki vegna þess að hún væri guðlast, heldur vegna þess að Jesú og Júdas reynust nota VODAFONE!!!!

Rúna Vala, 18.9.2007 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

219 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband