Hvíti svanurinn og greiðslur til foreldra

Tvö mál eru ofarlega í huga mér þessa dagana. Bæði snerta einstæða foreldra.

Um daginn var Reykjavíkurborg dæmd til að greiða eiganda Hvíta svansins 27 milljónir í bætur vegna tapaðra leigutekna og fleira. Ef Félag einstæðra foreldra hefði ákveðið að kaupa þetta hús (það hentar einstaklega vel fyrir neyðaríbúðir) hefði þá eigandinn farið í mál við Reykjavíkurborg? A.m.k. flýgur mér í hug að þessum 27 milljónum hefði verið betur varið til að styrkja félagið til að kaupa húsið. Þegar við biðjum um peninga fáum við 3 milljónir hér og 3 milljónir þar, frá ríki og borg. Sem dugir í raun engan veginn til að halda uppi óskertri starfsemi.

Annað mál er ákvörðun borgarstjóra að foreldrar sem bíði eftir leikskólaplássi fái greiðslur. Sko, í fyrsta lagi er reynsla Norðmanna sú að svona greiðslur leiði til þess að konur verði frekar heima með börnin og fari þá út af vinnumarkaðnum (megum við virkilega við því?), sérstaklega innflytjendur sem aftur leiðir til þess að börn innflytjenda koma í grunnskóla nánast ótalandi á íslensku. Í öðru lagi koma þessar greiðslur einstæðum foreldrum ekki að nokkrum notum. Í þriðja lagi eiga þetta víst ekki að vera nein ósköp, eða 8.000 krónur á mánuði. Hvað eigum við að gera við það???

Ég held að það sé kominn tími til að skipta um borgarstjórn eina ferðina enn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fitubolla

Jáhjá heilar 8þ krónur. Það var þá upphæð. Hef aldrei skilið þennan hugsunarhátt hjá ríkinu. Skil vel þessar hugsun þína. Skil hitt málið þó ekki, man ekki eftir að hafa séð neitt um Hvíta svanin í fréttunum. Hvaða leigutekjur er verið að tala um ?

Fitubolla, 13.3.2008 kl. 00:23

2 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Það kom frétt um þetta í sjónvarpinu þar sem ekki kom skýrt fram hvers konar tekjutap þetta var. Eigendur hússins kröfðust held ég 80 milljóna í bætur!

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 13.3.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband