Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Gullmoli dagsins
Syni mínum finnst salt alveg skelfilega gott. Ég skil hann samt vel, ég var svona sjálf fram eftir öllum aldri. Mér finnst ennþá salt gott en ég er samt hætt að sleikja það úr lófanum á mér. Sonur minn gerir einmitt það. Honum finnst líka rosalega gott að hrúga salti á matinn sinn. Í dag gekk hann samt aðeins of langt, en það var samt alveg óvart.
Eina ráðið til að fá hann til að borða kartöflur er að hann fái að stappa þær og setja smjör og salt. Hann er, þrátt fyrir þessa fíkn sína, hógvær drengur og snýr alltaf lokinu á saltstauknum þannig að ekki komi of mikið út í einu. Ég vil hins vegar hafa það öðruvísi stillt, svo þegar ég notaði saltið breytti ég því. Nokkru seinna fékk hann sér meiri kartöflur og þar af leiðandi meira salt. En það sem hann vissi ekki var að ég hafði breytt stillingunni á saltstauknum og setti hann á hvolf yfir stappaðar kartöflurnar. Auðvitað hrúgaðist salt á þær. En sá litli borðaði allt saman þegjandi og hljóðalaust. Þegar hann var búinn leit hann hóstandi á mig og sagði:
"Mamma, ég hef lært mína lexíu".
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
33 dagar til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Krúttkast. Þvílík dúlla
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.