Frú Mínerva fer í samstarf

Frú Mínerva lítilÉg stóð í dag, ásamt Siggu Röggu, í Fífunni í Kópavogi og útdeildi póstkortum fyrir Frú Mínervu. Það var nú samt aðallega Sigga Ragga sem útdeildi póstkortunum og greip fólkið þegar það gekk framhjá básnum sem við deildum með Hraðlestrarskólanum. Ég er ekki nógu góð í svoleiðis. Finn það ekki í mér að bögga fólk sem gengur í sakleysi sínu framhjá. Ef hins vegar það sýndi kynningarglærunum okkar áhuga gat ég fengið það af mér að fara og tala við það.

Ástæðan fyrir því að við stóðum þarna á sýningunni Sumar 2008 er sú að við ætlum í samstarf með fjarkennslu.is, en sami maðurinn er með það og Hraðlestrarskólann. Því er von á fjarnámskeiðum í spænsku á vefnum www.fjarkennsla.is í ágúst. Þangað til verðum við með ýmiskonar námskeið sem hefjast í júní. Meðal námskeiða eru:

Spænskusprell - fyrir krakka á aldrinum 6-10 ára.

Gaman saman - fyrir foreldra og börn.

Ferðalangurinn - sniðið að þörfum ferðalangsins.

Grúskarinn - fyrir þá sem hafa yndi af því að læra tungumál og grúska í smá málfræði í leiðinni.

Eftir þínu höfði - við komum á staðinn og kennum ykkur það sem þið viljið læra.

Skoðið endilega vefinn okkar www.fruminerva.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband