Sanngjarnt verkfall?

Hvað ætli flugumferðarstjórar hafi í laun? Ég þori ekki að fara með það en þeir eru allavega með töluvert meira en ég! Ég get ekki séð að þeir hafi yfir neinu að kvarta. Hvenær skyldu bankastjórar fara í verkfall?

Kannski Baggalútur hafi fundið lausnina: http://www.baggalutur.is/frettir.php?id=129.


mbl.is Tilkynning frá Iceland Express vegna fyrirhugaðs verkfalls flugumferðarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samkvæmt fréttum eru þeir með 809 þúsund krónur að meðaltali, og 8 vikur í frí á ári - 4 að sumri og 4 að vetri.

Davíð Arnar (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 23:32

2 Smámynd: Sigurður Axel Hannesson

Ég veit það ekki heldur. Mér finnst þó ekki annað en réttlátt að laun séu í samræmi við ábyrgð - upp að ákveðnu marki. Ef flugumferðarstjóri gerir mistök, geta þau kostað æði mörg mannslíf. Ef ég væri "ræstitæknir" og gleymdi að þurrka af einni hillu, þá væri lítið meira í húfi en hugsanlega sært stolt vegna ávíta yfirboðara.

Nærtækara (gróft, en getur gerst) dæmi fyrir mig; ef ég geri alvarleg mistök, missa sýslumenn og lögregla um allt land, net- og símsamband (þeir sem hafa tekið upp IP símkerfi) meira eða minna. En ég fæ ekki laun í nokkru samræmi við þá ábyrgð.

Er það ekki jafnan svo, að "laun heimsins eru vanþakklæti"?

Sigurður Axel Hannesson, 26.6.2008 kl. 23:37

3 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Hvað með hjúkrunarfræðinga? Ef þeir gera mistök í starfi, getur það ekki haft alvarleg áhrif á  heilsu sjúklinga? Mánaðarlaun þeirra eru skammarleg.

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 27.6.2008 kl. 00:20

4 identicon

Hvaða laun eru ráðherrar og alþingismenn með að meðaltali?   Fá þeir laun miðað við ábyrgð?  Allir hljóta að sjá hve vel þeir höndla þessa ábyrgð og hvað er í húfi.  Þeir eru og hafa verið að gera stór mistök sem kosta okkur (þjóðina) alveg skelfilegar fjárhæðir og er þó boltin bara rétt að byrja að rúlla.  Alvarleika þeirra mistaka er að mínu mati ekki farið að gæta enn að nokkru marki. 

Guðjón Rúnar (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 00:33

5 Smámynd: Sigurjón

Ef ég skildi formanninn þeirra rétt í fréttum um daginn vilja þeir fyrst og fremst sömu laun, en minni yfirvinnu.

Sigurjón, 27.6.2008 kl. 02:16

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég er að hugsa um að fara í verkfall líka. Mín laun eru ekkert í samræmi við þetta

Laufey Ólafsdóttir, 27.6.2008 kl. 10:11

7 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Deilan er víst leyst og þeir fengu 11% launahækkun. Ég hefði skilið það ef aðalkrafa þeirra hefði verið að minnka yfirvinnuna en það virðist ekki hafa verið með í samningunum. Annars veit maður nú aldrei hvernig hlutirnir eru í raun og veru, það sem kemur fram í fjölmiðlum er oft dálítið einhliða og einfaldað. En ég get alveg fullyrt það að hjúkrunarfræðingar eru ekki með nein 340 þúsund í grunnlaun og þeir eru búnir að vera að berjast fyrir sínum málstað í marga mánuði. Það er ekki jafn mikill vilji til að semja við þá!

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 28.6.2008 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband