Fimmtudagur, 17. júlí 2008
Sumarbúðir
Ég fór aldrei í sumarbúðir sem krakki. Líklega hef ég aldrei beðið þess bætur. En núna gefst mér tækifæri á að bæta mér upp það sem ég fór á mis við í æsku. Loksins fæ ég að fara í sumarbúðir. Þær eru þó hvorki í Kaldárseli né Vaglaskógi (eða hvar það nú var sem þær voru staðsettar í gamla daga), heldur í smákrummaskuði í Svíþjóð sem enginn þekkir, ekki einu sinni Svíar: Herräng. Athugið að til að nafnið skiljist í Stokkhólmi þarf að bera það fram með sænskum hreim, sem kemur sjálfkrafa með því að leggja áherslu á bæði atkvæðin.
Eins og sést á þessari mynd eru þetta engar venjulegar sumarbúðir. Þetta eru DANSbúðir, þar sem aðallega er dansað Lindy Hop, en einnig nokkrir aðrir óæðri dansar. Og sjálfur Frankie Manning verður á staðnum, en hann er einna elstur í hettunni á þessu sviði. Hann er fæddur árið 1914 og er 93 ára á þessu myndbandi.
Að lokum eru hér skilaboð til nágranna minna: Ekki týna ykkur í dagdraumum, húsið mitt verður EKKI autt á meðan ég er í burtu!
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:46 | Facebook
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
265 dagar til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
andreaolafs
-
hugdettan
-
astar
-
bjorkv
-
bleikaeldingin
-
brylli
-
fitubolla
-
neytendatalsmadur
-
gurrihar
-
hallarut
-
handtoskuserian
-
hlynurh
-
jenfo
-
jensgud
-
johannbj
-
jonbjarnason
-
hugsadu
-
lauola
-
larahanna
-
mammzla
-
mariataria
-
manisvans
-
svarthamar
-
runavala
-
soley
-
smjattpatti
-
jam
-
svenni
-
toshiki
-
truno
-
vefritid
-
hallormur
-
thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef heyrt talað um þetta Krummaskuð. Jájá, tók svo vel eftir þegar ég bjó í Sverige.
Rosalega er þetta flottur karl og dansinn líka.
Góða ferð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2008 kl. 01:15
Takk, Jenný
Það er víst eitthvað misjafnt hvort fólk viti hvaða staður þetta er eða ekki. Sumir þekkja hann bara af þessum dansbúðum.
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 17.7.2008 kl. 23:58
Þegar ég var yngri hefði ég miklu frekar viljað fara í dansbúðir en sumarbúðir. Er enn sömu skoðunar. 93 ára!!! Ég þekki marga 25 ára sem líta út fyrir að vera eldri.
Góða ferð og skemmtun!
Laufey Ólafsdóttir, 18.7.2008 kl. 03:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.