6 dagar í ferð til Kosta Ríka

Sumarfríið er loksins komið. Ég var farin að halda að það myndi aldrei koma en tíminn líður víst hvað sem tautar og raular og allt tekur enda. Og þar með hefst líka alltaf eitthvað nýtt. Nú eru 6 dagar þangað til við förum til Kosta Ríka og það verður ýmislegt brallað á þessum mánuði sem við verðum þar: Farið á eldfjöll og ströndina, jafnvel í frumskóginn (hver veit), skrifaðir útvarpspistlar, lögð drög að ferðabók, gerð heimildamynd og margt fleira skemmtilegt.

Ég rakst á þetta persónulega heimskort hjá einhverjum hérna á blogginu og ákvað að láta það fljóta með. Þetta eru semsagt löndin sem ég hef komið til. Ég tók ekki með þau lönd þar sem ég hef bara komið á flugvöllinn.

worldmap

Slóðin er http://www.world66.com/myworld66/visitedCountries.


Kæra fröken Ríkisstjórn

Sko. Maður er bara að reyna að vekja athygli á sér svona rétt fyrir kosningar, skrifar grein og allt til að reyna að koma málefnum einstæðra foreldra inn í umræðuna, og svo er greinin bara ekki tengd við bloggið manns! Hvurslags eiginlega...! Nú, ég verð þá bara að vísa ykkur á hana hérna. Þið getið meira að segja valið hvort þið lesið hana á mbl.is eða visir.is.

Líf kennarans

Ég hef ekki verið dugleg að blogga undanfarið en hef þá afsökun mér til varnar að ég er kennari. Nú eru próf og mikið að gera. Reyndar er alltaf mikið að gera, nema á sumrin. Ég taldi víst að ég væri í a.m.k. 120% starfi en fékk að heyra nýlega að ég væri ekki í nema um 115% starfi. Surprise!! Í dag sat ég yfir prófum frá níu til fimm. Það þýðir að ég gat ekki samið próf á meðan, en ég á að skila af mér þremur á föstudaginn. Svo er til fólk sem heldur því fram að það sé ljúft líf að vera kennari! Það er sannarlega ljúft á sumrin, en níu mánuði ársins vinnum við af okkur sumarfríið.

Ef einhver skyldi vera að velta því fyrir sér hvers vegna ég veit ekki nákvæmlega starfshlutfallið mitt er ástæðan sú að ég kenni 75% í dagskóla, þ.e. venjulega kennslu, og restin er í fjarkennslu, þar sem það fer eftir nemendafjölda hversu hátt starfshlutfallið er.


Gamla Reykjavík

Núna skil ég hvers vegna Reykjavík er að breytast í steypuklump og glerhýsi. Fleiri en mig grunaði virðast á þeirri skoðun að eyðileggja beri Reykjavík gjörsamlega, rífa niður gömlu timburhúsin, sálina. Það virðist ekkert mega minna á gamla tíma. Við eigum nóg af nýtískulegum húsum í Reykjavík. Sum eru flott, önnur afar ljót. Þau passa bara alls ekki í miðbænum. Miðbærinn er venjulega elsti hluti hverrar borgar og því eðlilega forn á að líta. Þannig á það líka að vera. Alls staðar erlendis er gamla miðbænum haldið við í sem upprunalegastri mynd. Í Póllandi fengu menn tækifæri til þess að endurbyggja gamla miðbæ Varsjár frá grunni eftir seinna stríð. Þeir endurbyggðu hann eins og hann var á 17. eða 18. öld. Bara með öllum nútímaþægindum. Hann er núna mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn, enda sérlega fallegur á að líta. Hvað getum við gert að því þó að þetta séu eldfim timburhús? Kannski væri ráð að sleppa því að vera með skemmtistaði í þeim.. og halógenljós sem kviknar í...

Nú þegar er búið að eyðileggja miðbæinn okkar að hluta með morgunblaðshöllum og ráðhúsum. Kaupmenn vilja rífa meira og minna allan Laugaveginn og byggja eitthvað nýtískulegt. Ég get sagt ykkur það að ég gekk einu sinni niður allan Laugaveginn og skoðaði hvaða hús stóðu auð. Það voru fleiri ný og nýleg hús en gömul. Þar fór gróðrahugsjónin fyrir lítið!

Ég bý í gömlu timburhúsi í miðbænum. Ég vil fá að halda því, takk!


mbl.is Samvinnu leitað við eigendur um að götumynd verði endurbyggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Götumyndin við Lækjartorg

Vilhjálmur sagði líka í útvarpsfréttum að það ætti endilega að byggja upp þennan reit í "svipuðum stíl". Hvað merkir það? Þessi hús voru sögufræg fyrir marga hluti, þar á meðal byggingarstíl. Danskur stíll, einlyft með bröttu þaki, byggt 1802 (Pravda). Hvers vegna ekki að byggja þau upp nákvæmlega eins og þau voru? Ég bý sjálf í gömlu  timburhúsi. Þau hafa sál. Þau eiga það skilið að vera endurbyggð. Og við eigum það skilið að götumynd eins elsta hluta bæjarins, sem við ólumst upp við, breytist ekki. Við töpuðum götumynd Lækjargötu eftir að Tunglið brann. Við syrgjum þessi hús!
mbl.is Borgarstjóri: „Þetta er mjög döpur stund“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Koma svo!

Ótrúlegt afrek hjá Vinstri grænum að veita Sjálfstæðisflokknum NÆSTUM því samkeppni! Þetta er allt að koma!

Hvernig væri annars að bara sleppa þessum stöðugu skoðanakönnunum svona rétt fyrir kosningar og leyfa fólki að hugsa sjálfstætt? Þetta er orðið soldið þreytandi...


mbl.is Fylgi Samfylkingar minnkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

163 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband