Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Námskeið og ball um helgina!
Um helgina fáum við að sjá árangur af erfiði okkar undanfarið ár eða svo, þegar einn fremsti Lindy Hop dansari, Andrew Sutton, kemur til landsins í boði Lindyravers og kennir á námskeiði um helgina. Það verður dagskrá allan daginn báða dagana fyrir bæði byrjendur og lengra komna og síðan endar þetta allt með balli ársins á sunnudagskvöldið í Iðnó! Þar ætlar Stórsveit Suðurlands að spila fyrir dansi frameftir kvöldi og Ó BOY! það verður sko dansað.
ALLIR VELKOMNIR, bæði á námskeið og ball.
Ég tek það fram að Lindy Hop er áfengislaus dans og ekki mælt með því að vera undir áhrifum þegar dansað er. Það getur haft hræðilegar afleiðingar í för með sér.
Ég meina, hvað haldið þið að myndi gerast ef þessi hópur væri dauðadrukkinn?...
Nánari upplýsingar á www.lindyravers.com.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. febrúar 2008
Bóhemlíf? Ég held ekki...
Ég komst að því fyrir stuttu að það er ekki ennþá kominn tími á bóhemlíf hjá mér. Það var indælt á meðan á því stóð, í janúar, en maður lifir ekki á því að vera bóhem. Eftir að hafa fengið síðasta mánuðinn greiddan, eða helminginn af sumarorlofinu, eftir því hvernig á það er litið, komst ég að því að mig vantaði vinnu. Víst er ég í hlutastarfi við að kenna yfir netið, en það er ekki nóg til að lifa á og því ákvað ég að láta undan þrýstingi og fara að vinna á frístundaheimili. Og það er betur borgað en ég átti von á!
En það veldur hins vegar því að ég er aftur komin í nánast sama farveginn og ég var í áður og stressið fer afar illa í þann stutta, sem er aftur byrjaður að fá bræðisköst. Um daginn fékk hann kast vegna þess að hann var búinn að týna einhverju úr nýja Bionicle-kastalanum sem hann keypti fyrir afmælispeningana sína. Með bræðiskasti á ég við að hann öskrar, lemur, hendir niður hlutum og þess háttar. Ég er búin að læra að það þýðir ekki fyrir mig að æsa mig, heldur er nauðsynlegt að ég haldi ró minni en sé ákveðin við hann um leið. Og um leið og ég sé tækifæri til að gera grín að einhverju, einhverju sem honum finnst líka fyndið, verð ég að grípa það og nota til að fá hann til að hlæja og þá fyrst róast hann niður.
Húmorinn er til margra hluta nytsamlegur...
En það sem ég hef lært á þessu er eftirfarandi: Annað hvort á maður pening þannig að maður þarf ekki að velta fyrir sér hverri krónu, eða nýtur lífsins stresslaust, hefur tíma fyrir börnin, lærir frönsku og dansar af lífs og sálar kröftum, eða hvað það nú er sem fólki finnst gaman að gera. Sem einstæð móðir hef ég ekki tíma fyrir hvort tveggja.
Ég hlakka til að verða blönk...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 26. janúar 2008
Sinfónía nr. 2
Anton Mikailovich spýtti, sagði oj, spýtti aftur, sagði oj aftur, spýtti aftur, sagði oj aftur og fór. Til fjandans með hann. Í staðinn ætla ég segja frá Ilya Pavlovich.
Ilya Pavlovich fæddist 1893 í Konstantínópel. Þegar hann var enn strákur fluttu þau til Sankti Pétursborgar og þar útskrifaðist hann frá Þýska skólanum við Kirchnavagötu. Síðan vann hann í einhverri búð; síðan gerði hann eitthvað annað; og þegar byltingin hófst flutti hann úr landi. Jæja, til fjandans með hann. Í staðinn ætla ég að segja frá Önnu Ignatievnu.
En það er ekki sérlega auðvelt að segja frá Önnu Ignatievnu. Í fyrsta lagi veit ég eiginlega ekkert um hana, og í öðru lagi var ég að detta af stólnum mínum og er búinn að gleyma hvað ég ætlaði að segja. Svo ég ætla í staðinn að segja frá sjálfum mér.
Ég er hávaxinn, sæmilega gáfaður; ég klæði mig skynsamlega og smekklega; ég drekk ekki, ég veðja ekki á hesta, en ég er nokkuð upp á kvenhöndina. Og konum líkar bara vel við mig. Þeim finnst gaman að fara út með mér. Serafima Izmaylovna hefur boðið mér heim nokkrum sinnum og Zinaida Yakovlevna sagði líka að hún væri alltaf ánægð að sjá mig. En ég flæktist í undarlegt atvik sem snerti Marinu Petrovnu, sem mig langar að segja frá. Ósköp venjulegur atburður en nokkuð skemmtilegur. Marina Petrovna missti allt hárið vegna mín varð sköllótt eins og barnsrass. Það gerðist svona: Einu sinni fór ég að heimsækja Marinu Petrovnu og bang! hún missti allt hárið. Þannig var nú það.
Daniil Kharms (1905-1945)
http://www.sevaj.dk/kharms/stories/symphon2.htm
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 24. janúar 2008
Ímyndunarráðgjafi Framsóknarflokksins
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 14. janúar 2008
usnelf ðem re navlöT
Dægurmál | Breytt 17.1.2008 kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 8. janúar 2008
Frú Mínerva komin á kreik!
Menntun og skóli | Breytt 10.1.2008 kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
325 dagar til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar