Laugardagur, 29. desember 2007
Æi Guðlaugur, þú getur gert betur en þetta...
Þegar ég heyrði þessa frétt í útvarpinu varð ég mjög ánægð með heilbrigðisráðherrann okkar. Hið ótrúlega hafði gerst: Sjálfstæðismaður hafði afnumið óréttlát gjöld í heilbrigðiskerfinu. Þetta er mjög gott mál fyrir einstæða foreldra, hugsaði ég með mér. Eitt lítið skref í átt að kjarabótum fyrir þá.
En ég heyrði ekki alla fréttina. Ég veit ekki hvernig hún endaði í útvarpinu í hádeginu, en á mbl.is gafst mér tækifæri á að sjá fréttina til enda. Það var þá sem ég sá hvað hangir á spýtunni. Því auðvitað hlýtur eitthvað að hanga á spýtunni þegar hægrimaður gerir svona góðverk. Auðvitað hækka þá komugjöld fyrir fullorðna.
Hvað mælir á móti því að fólk þurfi að borga of mikið í heilbrigðisþjónustunni? Jú, það skapast hætta á því að efnalítið fólk sleppi því að fara til læknis, vegna þess að það sé of dýrt. Það er stórkostlegt að nú geti allir farið með börnin sín til læknis óháð efnahag, en á móti kemur að foreldrarnir hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara sjálfir. Svo ég tali ekki um öryrkja og aldraða. Það eru dæmi um að fólk hætti við að leysa út lyfin sín vegna þess að það hefur ekki efni á því. Hversu margir hafa sleppt því að fara til sérfræðings, til dæmis? Það vitum við ekki. En við vitum að þeir eru dýrir. Sjúkrabílar eru a.m.k. helmingi dýrari. Ég velti því fyrir mér hvort réttlætanlegt sé að rukka fólk fyrir neyðarþjónustu. Hvað skyldi mannréttindadómstóll Evrópusambandsins segja um það?
Börn greiði ekki komugjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 30.12.2007 kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 29. desember 2007
Hvað er öfgafemínisti?
Mig langar að varpa fram hérna spurningu til þeirra sem taka hana til sín: Hvað er öfgafemínisti? Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að teljast öfgafemínisti?
Er nóg að krefjast þess að leið kvenna til æðstu staða í þjóðfélaginu sé greidd? Það hefur jú verið sannað að fyrirtæki sem hefur konu í æðstu stöðu er líklegra til að græða en ef karl er við stjórnvölinn. Er nóg að benda á þá staðreynd að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem nauðga og berja konur eru karlar? Eða misskilst það bara þannig að alir karlar nauðgi og berji konur? Er kannski nóg að krefjast þyngri dóma yfir kynferðisbrotamönnum og þeim sem misþyrma konum sínum? Er nóg að krefjast sömu launa fyrir sambærileg störf? Er nóg að benda á að hefðbundin kvennastörf séu minna metin en hefðbundin karlastörf?
Er nóg að krefjast jafnréttis karla og kvenna? Eða misskilst það bara þannig að femínistar vilji í raun forréttindi kvenna?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 23. desember 2007
Til allra sem þekkja mig.. og annarra
Þetta árið ákvað ég að senda engin jólakort. Ég hafði einfaldlega ekki tíma til þess og vona að enginn móðgist. Ég er búin að fá nokkur kort sjálf og þakka kærlega fyrir þau. Eina kortið sem ég sendi fór til Kosta Ríka til fólksins sem hýsti okkur fimm í mánuð og fjölskyldu þess. Vonandi hef ég meiri tíma að ári og þá fá allir mínir vinir kort, ég LOFA!
Gleðileg jól og farsælt komandi ár, kæru vinir.
Kveðja, Björg.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. desember 2007
Jólaskap og hús sem þarfnast viðgerðar
Þá eru aðeins 5 dagar til jóla og eftir að gera alveg helling en ég hef ekki áhyggjur af því af því að ég er komin í jólafrí! Jibbí! (Tókuð þið eftir ríminu? Ég er greinilega komin í skáldastuð um leið og jólastuð ) Og ekki nóg með það að ég sé komin í jólafrí, heldur er ég líka hætt í vinnunni. Ójá, kæru vinir, ekki meiri ítroðsla í bili En eins og flestir sem þekkja mig vita þá er planið að halda spænskunámskeið heima, á meðan meðeigandi minn heldur námskeið í íslensku annarsstaðar, en við erum í félagi. "Málaskóli frú Mínervu", þið getið bráðum flett því upp á netinu.
NÁMSKEIÐ HEFJAST Í LOK JANÚAR!! Og þá hafið þið það. Ég sinni líka námsaðstoð fyrir framhaldsskólanema.
En á meðan hlakkar í mér yfir jólunum, hvað ég ætla að hafa það gott á meðan á þeim stendur og hvað það verður gaman hjá mér þegar þeim lýkur (ég er nefnilega líka að fara til Parísar bráðum) þá er líka ofarlega í huga mér hlutskipti margra kvenna sem eru í svipaðri aðstöðu og ég að því leyti að þær eru einar með börn. Ég var heppin að hafa menntað mig og keypt mér íbúð áður en barnið kom, en aðrar mega teljast heppnar að hafa fengið inni í 20 fermetra íbúð í hripleku húsi sem Félag einstæðra foreldra á.
Ég held að yfirvöld geri sér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Kannski halda þau að þetta sé bara smotterí sem hægt er að gera við til bráðabirgða. En það er alvarlegra en það. Í sumum íbúðunum eru pollar á gólfunum daglegt brauð og annarsstaðar eru sveppir á veggjunum sem geta haft heilsuspillandi áhrif. Og það versta er að þarna búa líka börn sem eru enn viðkvæmari fyrir svona löguðu. HVAÐ ÆTLA YFIRVÖLD AÐ GERA Í MÁLINU NÚNA??!!! Því það þarf eitthvað að gerast NÚNA og helst í gær!
Það er keypt hús undir fíkla fyrir 90 milljónir og við fáum EKKI NEITT til að kaupa þak yfir höfuðið á heimilislausum einstæðum mæðrum og börnum þeirra (og einstaka föður). Nú er ég ekki að segja að fíklar þurfi ekki húsaskjól, en það þurfa einstæðir foreldrar og börn þeirra líka. Af hverju er ekkert gert fyrir þau? Stendur ekki í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að öll börn eigi rétt á þaki yfir höfuðið?
Á meðan Ísland er ofarlega á lista yfir ríkustu þjóðir heims finnst mér að svona neyð eigi ekki að fyrirfinnast í þjóðfélaginu og sérstaklega ekki þegar börn eiga í hlut.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. desember 2007
Konu-hvað?
Þann 5. desember sl. var haldið svokallað "konukvöld" í Blómavali. Nú eru þessi "konukvöld" mjög útbreidd og haldin af hinu og þessu tilefninu. En ég velti fyrir mér tveimur atriðum varðandi þetta fyrirbæri.
Í fyrsta lagi, fyrir hvaða konu er þetta haldið?
Í öðru lagi, er ekki verið að ýta hér undir einhverja staðalímynd kvenna? Í Blómavali var t.d. í boði kynning á töskum og Bacardi Breezer, hægt var að smakka sykurlaust súkkulaði, sýndar jólaskreytingar og kynning á vörum frá Himneskri hollustu. Gott ef ekki voru líka kynntar einhverjar snyrtivörur og krem.
Ég man að ég las auglýsinguna og hugsaði með mér: Ég hef ekki nokkurn áhuga á þessum hlutum, samt er ég kona. Kannski er til fullt af karlmönnum sem hefur áhuga á því sem verið var að kynna þarna. Hvað er t.d. sérstaklega kvenlegt við Bacardi Breezer eða sykurlaust súkkulaði? Eða jólaskreytingar og hollar matvörur?
Það þarf alltaf að vera að kynkenna hluti í samfélaginu sem engin ástæða er til að kynkenna. Með því er verið að ýta undir staðalímyndir og gera kynjabilið (gender gap) ennþá breiðara. Ég er líka á móti kvenfélögum. Ég sé ekki tilgang með því að banna karlmönnum aðgang að félögum sem hver sem er getur gengið í, ef hann er kona. Það er ekki eins og verið sé að gera eitthvað á fundum sem karlmenn mega ekki vita... Á sama hátt er ég á móti félögum sem leyfa bara karlmenn. Ef þetta eru vinahópar þá gegnir öðru máli. Stundum þurfa konur / karlar að skemmta sér án hins kynsins. En frjáls félagasamtök eiga ekki að stækka kynjabilið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 1. desember 2007
Ekkert óveður hjá mér!
Það er sko ekkert óveður heima hjá mér. Þrátt fyrir allar veðurspár og fréttir af hörmungum af völdum veðurofsans þá er logn fyrir framan húsið mitt. En það er líka alltaf lognmolla í Þingholtunum. Reyndar var líka alltaf logn á Sólvallagötunni meðan ég bjó þar. Ég veit ekki hvernig veðráttan þar er núna..
En það er líka gott veður í lífinu almennt. Síðasti kennsludagur var í dag og eiginlega líka í gær, þar sem síðasti tíminn var ýmist á fimmtudegi eða föstudegi eftir því hvaða hópur það var. Við höfðum það bara næs, ég bjó til ceviche og setti á spænskumælandi tónlist. Ceviche-ð kláraðist á fimmtudeginum svo ég þurfti að búa til meira fyrir síðasta hópinn. Það hljóta að vera meðmæli. Þau voru alveg frábær, mig langaði næstum til að vera áfram. Sum voru alveg miður sín yfir að ég skyldi vera að hætta.
Á vinnuherberginu, rétt fyrir hádegi, fékk ég síðan söng (Bésame mucho) og jólagjöf frá samkennurum mínum í kveðjuskyni. Ég tárast bara við tilhugsunina.. Síðan stálumst við til að fá okkur rauðvínstár í sérmerkta kaffibollann (sem ég vonast til að fá að eiga þegar ég fer) og tókum hann með okkur á kennarafund.
Nei, það er sko ekkert óveður á Nönnugötunni.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
325 dagar til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar