Sunnudagur, 30. mars 2008
Spænski rannsóknarrétturinn
Ég er búin að vera að skoða Monty Python sketsa á Youtube í dag, af ástæðu sem ég gef ekki upp alveg strax og varð bara að deila þessum með ykkur. Þetta er alveg óborganlegt. Þið verðið að horfa á þá í réttri röð, annars kemst djókið ekki nógu vel til skila.
Fyrst þennan:
Síðan þennan:
Og að lokum þennan:
Þetta eru snillingar.
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Að vera skrýtinn
Sérstaklega þótti ég skrýtin í ónefndu Mið-Ameríkuríki vegna þess að ég talaði svo lítið. Ég bjó þar í eitt ár til að byrja með, sem skiptinemi, og þökk sé góðum vini (!) frétti ég að fólki fyndist ég furðuleg manneskja vegna þess að hríðskotabyssan gekk ekki út úr mér þegar yrt var á mig. Ég var þá afar ung og óreynd og fannst bara algjör óþarfi að kjafta út í eitt við fólk sem ég þekkti sama og ekki neitt. Verst fannst mér þegar einhver vatt sér upp að mér á mannamótum og sagði glaðlega: "Þú ert þögul!" Eins og það myndi eitthvað hjálpa! Þá var ég vön að líta á viðkomandi, kreista fram þvingað bros og segja: "Þú tekur aldeilis vel eftir!"
Nú, 14 árum síðar, hef ég þjálfast töluvert í kurteisishjali, sem virðist vera nauðsynlegt tæki til að lifa af í þessum harða heimi. Hér á Íslandi dugir þekking mín til og vel það, en í Mið-Ameríkuríkinu telst ég enn vera á byrjendastigi og þarf að hafa mig alla við til að dragast ekki aftur úr. Eftir hvert samtal er ég svo andlega uppgefin að ég neyðist til að láta mig hverfa í klukkutíma eða svo, til að jafna mig í einrúmi.
Minn fyrrverandi var ekkert öðruvísi en aðrir samlandar hans. Hann gat látið dæluna ganga endalaust, en það var ekki fyrr en brestir voru farnir að koma í sambandið að ég tók eftir því að ég var oft þreytt eftir mikla samveru við hann. Svo varð ég ólétt og þá slitnaði upp úr sambandinu og þá varð ég hreinlega uppgefin eftir að tala við hann. Málið var að það var aðallega hann sem talaði. Og það saug úr mér alla orku.
Vinurinn sem leiddi mig í allan sannleikann um hvað fólki fannst um mig var minn fyrrverandi.
Í mínum menningarheimi þykir það löstur að tala of mikið. Í Mið-Ameríku þykir það löstur að tala of lítið. Sorrí Stína.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 21. mars 2008
Af hverju er ég svona?
Oft velti ég því fyrir mér hvers vegna ég sé alltaf öðruvísi en allir hinir. Sem barn og unglingur var þetta stundum dálítið erfitt, enda gangast börn upp í því að falla inn í hópinn og ekki hjálpaði til að vera einkabarn. Eitt af því sem ég man eftir frá því fyrir tíu ára aldurinn var að ég átti ekki systkini. Það áttu allir systkini! Meira að segja besta vinkona mín, sem var líka einkabarn, átti hálfsystur. Hún var að vísu afrakstur framhjáhalds, en systir engu að síður.
Eftir mikið suð eignaðist ég loksins systur. Þá var ég orðin tíu og hálfs árs. Það var gaman framan af að eiga litla systur sem hægt var að kjassa af og til en síðan þurfti ég að fara að passa hana. Einum of oft, að mér fannst. Mér fannst ekki gaman að passa börn, líkt og flestum jafnaldra kynsystrum mínum. En ég gerði það nú samt, af eintómri skyldurækni. Eftir á að hyggja held ég að ég hafi ekki verið látin passa mjög oft.
Ennþá hef ég ekkert sérstaklega gaman af börnum, nema þau séu klár, kurteis og skemmtileg. Og í mínu starfi hitti ég mörg svoleiðis börn. Ég hef heldur ekki gaman af söngleikjum og spurningakeppnum. Frík.
Ég nýt þess ekki að spjalla um einskis verða hluti við ókunnugt fólk. Ég kann ekki við að hafa sítt hár og lita það aldrei. Ég hef aldrei farið í vax. Ég gæti aldrei gengið með gervineglur. Ég get vel farið út úr húsi án maskara eða varalits. Mér finnst leiðinlegt að horfa á rómantískar gamanmyndir. Mér fannst Moulin Rouge hundleiðinleg. Mér finnst Tom Cruise ljótur. Ég hef áhuga á gömlum hlutum. Ég trúi ekki á Guð eða Herbalife. Mér líkar illa að vinna undir öðrum. Ég get ekki drukkið hvaða kaffi sem er, það verður að vera gott espresso. Ég á ekki kærasta. Ég er sérvitur og þarf að gera suma hluti á minn hátt. Ég læt engan segja mér að eitthvað sé ekki hægt...
Sumum finnst ég skrýtin. Mér er alveg sama.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 19. mars 2008
Tilkynningarskyldan...
Sunnudagur, 9. mars 2008
Hvíti svanurinn og greiðslur til foreldra
Tvö mál eru ofarlega í huga mér þessa dagana. Bæði snerta einstæða foreldra.
Um daginn var Reykjavíkurborg dæmd til að greiða eiganda Hvíta svansins 27 milljónir í bætur vegna tapaðra leigutekna og fleira. Ef Félag einstæðra foreldra hefði ákveðið að kaupa þetta hús (það hentar einstaklega vel fyrir neyðaríbúðir) hefði þá eigandinn farið í mál við Reykjavíkurborg? A.m.k. flýgur mér í hug að þessum 27 milljónum hefði verið betur varið til að styrkja félagið til að kaupa húsið. Þegar við biðjum um peninga fáum við 3 milljónir hér og 3 milljónir þar, frá ríki og borg. Sem dugir í raun engan veginn til að halda uppi óskertri starfsemi.
Annað mál er ákvörðun borgarstjóra að foreldrar sem bíði eftir leikskólaplássi fái greiðslur. Sko, í fyrsta lagi er reynsla Norðmanna sú að svona greiðslur leiði til þess að konur verði frekar heima með börnin og fari þá út af vinnumarkaðnum (megum við virkilega við því?), sérstaklega innflytjendur sem aftur leiðir til þess að börn innflytjenda koma í grunnskóla nánast ótalandi á íslensku. Í öðru lagi koma þessar greiðslur einstæðum foreldrum ekki að nokkrum notum. Í þriðja lagi eiga þetta víst ekki að vera nein ósköp, eða 8.000 krónur á mánuði. Hvað eigum við að gera við það???
Ég held að það sé kominn tími til að skipta um borgarstjórn eina ferðina enn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 28. febrúar 2008
Núið
Mig langar að deila með ykkur þeim frábæru glaðningum sem ég hef fengið á Núinu undanfarnar vikur, en þeir eru m.a.:
25% afsláttur í brúnkumeðferð.
25% afsláttur á veitingastað (hægt að nota sunnudaga til miðvikudaga).
Rosalega mörg 2 fyrir 1 tilboð á vídeóleigum.
Mögnuð pizzutilboð.
45% afsláttur af gistingu (einungis 7000 kr.).
1500 kr. afsláttur af nuddi og maska.
Frí klipping þegar komið er í strípur, lit eða permanent.
1500 kr. afsláttur af cellulite nuddi.
25% afsláttur af fótsnyrtingu.
4000 kr. afsláttur af kortum í vaxtamótun.
Ef keypt er ásetning gelnagla fylgir brúnkumeðferð FRÍTT með.
20% afsláttur af heilnuddi.
1000 kr. afsláttur af Fake it! brúnkumeðferð.
1000 kr. afsláttur af afeitrandi "detox" sjávarleirmeðferð.
Ég er alltaf að bíða eftir að fá flug til Parísar eða Barcelona en það virðist ætla að standa á sér. Ef ég bara gæti fengið frítt bensín þá væri það þó eitthvað gagnlegt!
Ég auglýsi hér með eftir fólki sem hefur áhuga á áðurnefndum glaðningum því ég má nefnilega gefa öðrum þá.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
325 dagar til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar