Mánudagur, 26. nóvember 2007
Er þetta fóstureyðing?
Meðganga er að jafnaði um 40 vikur. Það sér því hver maður að eftir 35 vikur er barnið orðið barn. Það getur fæðst. Ég held að þeir sem eru með og á móti fóstureyðingum geti sameinast í þeirri skoðun að þetta er ekki rétt. Getur þetta yfirleitt kallast fóstureyðing?
Án þess að vita um aðstæður þeirra sem láta gera svona, held ég að foreldrar þurfi að sýna meiri fyrirhyggju ef það vill losna við fóstur og gera eitthvað í því aðeins fyrr. Svo ekki sé talað um læknana sem virðast selja sálu sína við svona aðgerð.
Spænskir læknar handteknir vegna ólöglegra fóstureyðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 25. nóvember 2007
Eru að koma jól?
Það er ekki nema mánuður til jóla og eins og vera ber brjálað að gera hjá kennara í 115% starfi. Ég á til dæmis núna að vera að fara yfir ritunarverkefni í fjarnámi. En ég ákvað að taka mér smá pásu í því. Hva?? segir kannski einhver núna. Er manneskjan að vinna seint á laugardagskvöldi??? Ykkur að segja þá er ég búin að vera að vinna í allan dag, þarf nefnilega að skila þremur lokaprófum á fimmtudaginn, fara yfir gommu af verkefnum og prófum fyrir mánudaginn, búin að setja efni á vefinn og semja krossapróf, og ýmislegt smálegt sem tekur varla að nefna og myndi bara láta ykkur leiðast lesturinn. Þessu myndi ég ekki áorka nema vinna öll kvöld og allar helgar. Segið svo að kennarar vinni ekki upp fríin sín!
Jólaundirbúningur hefst ekki á þessu heimili fyrr en eftir tvær vikur. Þangað til verður allt í rúst og litla barnið sorgmætt yfir því hvað mamma hefur lítinn tíma til að gera eitthvað skemmtilegt. En annatíminn líður hjá og þessa önnina er ég búin óvenjusnemma með prófin svo þetta tekur fljótt af. Eftir jólin tekur svo óvissan við.
Ég held það se óhætt að tilkynna það núna að ég held ekki áfram að kenna á næstu önn. Margar ástæður eru fyrir því en ég ætla ekki að fara út í þær hér. Nú ætla ég að venda um og halda mín eigin námskeið á næsta ári. Reyndar hefur mér verið boðin staða í öðrum skóla, en ég hef ekki gert upp hug minn enn. Held kannski að það verði of mikið stress, en á hinn bóginn yrði það örugg tekjulind. Hver veit hver áhuginn á spænskunámskeiðum er...
Ég vil endilega að það komi fram að ég er afar stolt af nemendum mínum þessa önnina. Meðaleinkunn í prófum fer hækkandi með hverju prófinu og nú er svo komið að meðaleinkunn eins hópsins er komin í 8,2. Hinir hóparnir tveir standa sig líka mjög vel. Áfram Ármúli!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 23. nóvember 2007
Erfitt val
Hér er að vísu ekki tekið tillit til vinnutíma en það breytir samt ekki því að konur þéna minna en karlar. Ástæðan fyrir því að þær vinna minna er væntanlega sú að þær bera meiri ábyrgð á heimilinu. Það hefur alltaf verið framar í forgangsröðinni hjá konum en körlum að samræma vinnu og heimili, þótt það sé eitthvað að breytast, skilst mér. Hef reyndar ekki reynsluna...
En hvernig skyldi þetta þá koma út hjá einstæðum foreldrum, sem eru langflestar konur? Eitt er víst að þær vinna almennt meira en konur í hjúskap. Þar er ekkert um það að ræða að samræma vinnu og heimili. Annað hvort sinnir maður vel vinnunni eða heimilinu. Erfitt val...
Stærsti hópur þeirra sem eru í fjárhagsvandræðum eru einstæðir foreldrar. Kemur ekki á óvart...
Launajafnrétti árið 2072? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 22. nóvember 2007
Annað lindy-reif?
Stórsveit Reykjavíkur leikur víst í Ráðhúsinu á sunnudaginn kemur. Ætli það sé stemning fyrir meiri dansi? ...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 17. nóvember 2007
Lindy-reif á morgun
Á morgun, sunnudag, verður fjör hjá lindurum. Við ætlum á tónleika og látum okkur ekki nægja að hlusta heldur ætlum við líka að dansa. Ég vona að ÞIÐ komið líka og dansið með okkur! Lindy Hop rokkar!!
Dægurmál | Breytt 18.11.2007 kl. 01:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 8. nóvember 2007
Maístjarnan á rússnesku
Púff, þetta tókst loksins! Að setja inn myndband, á ég við.
Systir mín (runavala) setti í fyrra á Youtube myndband með Óperukórnum þar sem hann söng Maístjörnuna í Pétursborg. Það næsta sem hún veit er að það er komið svar frá þessari konu sem hafði þýtt ljóðið á rússnesku og sungið það inn á myndband. Ekkert smá flott!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
325 dagar til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar