Góðir nágrannar!

Það er gott að eiga góða nágranna. Stundum eru þeir bara of góðir. Ég fékk að finna fyrir góðmennsku nágranna minna á afmælisdaginn minn. Fréttin af því er hér. Vessgú!


Sanngjarnt verkfall?

Hvað ætli flugumferðarstjórar hafi í laun? Ég þori ekki að fara með það en þeir eru allavega með töluvert meira en ég! Ég get ekki séð að þeir hafi yfir neinu að kvarta. Hvenær skyldu bankastjórar fara í verkfall?

Kannski Baggalútur hafi fundið lausnina: http://www.baggalutur.is/frettir.php?id=129.


mbl.is Tilkynning frá Iceland Express vegna fyrirhugaðs verkfalls flugumferðarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Venjulegur gaur

Erum við ekki öll venjuleg? Annars væri það víst ekki venjulegt að vera venjulegur. En þessi gaur er venjulegur á óvenjulegan hátt. Er ekki samt orðið frekar venjulegt að rappa nú til dags?

 

 


Góðan daginn, takk fyrir og sömuleiðis

Eru þetta orðasambönd sem eru að falla í gleymsku? Mér þykir leitt að segja það en mér finnst áberandi meðal ungmenna að þeir nota ekki svona orð. Þegar maður kemur í búð mætir manni oft þumbaraháttur og nánast ókurteisi. Smá bros og einfalt orðasamband getur breytt svo miklu. Þegar ég segi "takk fyrir" ætlast ég til að fá svar á móti; eitthvað einfalt eins og t.d. "sömuleiðis". En oft fæ ég ekkert nema þögnina.

Það er eitt að opna dyr fyrir náunganum, aðstoða með barnavagn inn í búð eða upp í strætó, sem mér finnst reyndar sjálfsögð kurteisi og hefur ekkert með kvenréttindi að gera, og annað að bera fram einföld orð og orðasambönd sem auðvelda samskipti manna en er svo auðvelt að segja.

Hér eru nokkur dæmi um orð og orðasambönd sem gott er að nota vilji maður öðlast velvild fólks, kunnugs eða ókunnugs:

  • Góðan daginn
  • Get ég aðstoðað?
  • Gjörðu svo vel
  • Takk fyrir
  • Kærar þakkir
  • Verði þér að góðu
  • Góða helgi
  • Sömuleiðis
  • Bless

Venjum okkur á að nota þetta. Í útlöndum þykir það sjálfsagt mál, hvers vegna þurfa Íslendingar endilega að vera dónar?


Þá byrjar Frú Mínerva!

Jæja, hér kemur ein svona auglýsingafærsla (fyrirgefið mér, allir mínir bloggvinir).

Frú Mínerva fer sko ekki í sumarfrí. Hún verður með fjölbreytt námskeið í sumar og býður upp á eftirfarandi námskeið. Smellið á námskeiðin til að skoða þau nánar.

Spænskusprell - fyrir krakka á aldrinum 6-10 ára.

Gaman saman - fyrir foreldra og börn.

Ferðalangurinn - sniðið að þörfum ferðalangsins.

Grúskarinn - fyrir þá sem hafa yndi af því að læra tungumál og grúska í smá málfræði í leiðinni.

Eftir þínu höfði við komum á staðinn og kennum ykkur það sem þið viljið læra.

Fjarnám lærðu spænsku úr sófanum heima!

Seinna í sumar ætlar frúin að bjóða öllum sem vilja upp á spænskt kaffi og eitthvað spænskt meðlæti með því. Þá fá allir bókamerki Joyful


Gangandi vegfarendur.. púff!

Nú er mér hreinlega nóg boðið og sé mig knúna til að skrifa fáein orð um gangandi vegfarendur í Reykjavík. Það er kannski einmitt lag núna að ræða þessi mál, mitt í öllum átökunum sem allir eiga að vera í svona að vori til.  Þá er ég að tala um átak í fleirtölu. Ekki nóg með að maður eigi að hjóla í vinnuna (ég geri það reyndar og hef gaman af) heldur erum við nýbúin að hugsa um lífshlaupið og fengum þær upplýsingar að við ættum að hreyfa okkur í 30 mínútur á dag (er það ekki hálftími?).

Því miður verð ég að vera dálítið neikvæð í garð gangandi vegfarenda hér í bæ. Þrátt fyrir að mér finnist rétt að stjórnandi vélknúins ökutækis sé alltaf í órétti keyri hann á gangandi vegfaranda - það er ekki beinlínis jafnræði milli þeirra hvað hættu á áverkum varðar - þá skil ég vel hvers vegna það gerist öðru hverju.

Við kennum börnunum okkar eftirfarandi umferðarreglur frá unga aldri: 

  • Að líta vel til beggja hliða og hlusta áður en þau fara yfir götuna.
  • Að fara yfir götuna á þar til gerðum stöðum, s.s. gangbrautum og gangbrautarljósum, ef mögulegt er. Annars fara sérstaklega varlega.
  • Að fara beint yfir götuna en ekki á ská.

Hvað gerist svo? Um leið og ægivaldi foreldranna sleppir og það hættir að vera spennandi að fá lögguna í heimsókn brýtur fólk allar þessar reglur. Og það oft gróflega. Fólk veður út á götuna bara einhversstaðar án þess að líta til hægri eða vinstri og finnst greinilega gott að ganga á götunni því oft er farið verulega á ská. Og það virðist vera alveg sama hvort á götunni séu bílar eða ekki!

Hvað veldur því að við þverbrjótum allar reglur sem við eyðum heilmiklum tíma í að troða inn í hausinn á börnunum? Og hvernig eigum við að útskýra það fyrir þeim að ÞAU eigi að fara eftir einhverjum reglum þegar FULLORÐNA FÓLKIÐ brýtur þær allar?

Ég tek það fram að ég er ekki að tala um alla sem ganga um götur og gangstéttir bæjarins en þetta virðist vera ansi stór hópur. Ansi stór og hættulegur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband