Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Og brúðguminn gleymdi buxunum heima
Ég fór í óvenjulegt brúðkaup um helgina.
Í fyrsta lagi var það trúlaust brúðkaup. Engin helgislikja eða væmni yfir þeirri athöfn.
Í öðru lagi var brúðkaupið haldið uppi í sveit.
Í þriðja lagi stóð það alla helgina. Engar áhyggjur af því hver þyrfti að vera edrú til að keyra heim.
Í fjórða lagi var mikið dansað og lítið drukkið. Sjálfsagt var það nú eitthvað misjafnt, en ég held að ég geti fullyrt að þannig hafið það verið almennt séð. Jafnvel fólk sem aldrei dansar lét draga sig út á dansgólfið. Enda var ég skemmtanastjóri...
Á laugardeginum var haldið stutt dansnámskeið sem var mjög vel sótt og um kvöldið var bannað að hafna því ef einhver bauð manni upp í dans. Einnig spilaði fjölskylduhljómsveitin nokkur lög við frábærar undirtektir og puntkturinn yfir i-ið var auðvita bananasíminn, sem kemur leiðinlegasta partýliði í stuð. Ég setti það í spilarann hér til hliðar.
Svo eru hér nokkrar myndir frá brúðkaupinu. Það sem sýnist vera rigning eða snjókoma er í rauninni ryk, þar sem dansað var á moldargólfi.
Er svo ekki sagt að fall sé fararheill? Þetta hófst allt á því að brúðguminn gleymdi jakkafötunum heima svo athöfnin tafðist um næstum klukkutíma á meðan vinum var snúið við í bæinn til að sækja þau. Þeir voru komnir á Selfoss.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 8. ágúst 2008
Brúðkaup aldarinnar um helgina
Ég er að fara í brúðkaup um helgina og ég held að ég sýni ekki hroka þegar ég segi að það verði skemmtilegasta brúðkaup þessarar aldar, jafnvel þótt hún sé nýbyrjuð. Það verður uppí sveit og stendur alla helgina, það verður harmónikkuball og lindy hop ball og BARA stuð! Svona eiga brúðkaup að vera!
P.S. Það er litla systir mín sem er að fara að gifta sig.
Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Gullmoli dagsins
Syni mínum finnst salt alveg skelfilega gott. Ég skil hann samt vel, ég var svona sjálf fram eftir öllum aldri. Mér finnst ennþá salt gott en ég er samt hætt að sleikja það úr lófanum á mér. Sonur minn gerir einmitt það. Honum finnst líka rosalega gott að hrúga salti á matinn sinn. Í dag gekk hann samt aðeins of langt, en það var samt alveg óvart.
Eina ráðið til að fá hann til að borða kartöflur er að hann fái að stappa þær og setja smjör og salt. Hann er, þrátt fyrir þessa fíkn sína, hógvær drengur og snýr alltaf lokinu á saltstauknum þannig að ekki komi of mikið út í einu. Ég vil hins vegar hafa það öðruvísi stillt, svo þegar ég notaði saltið breytti ég því. Nokkru seinna fékk hann sér meiri kartöflur og þar af leiðandi meira salt. En það sem hann vissi ekki var að ég hafði breytt stillingunni á saltstauknum og setti hann á hvolf yfir stappaðar kartöflurnar. Auðvitað hrúgaðist salt á þær. En sá litli borðaði allt saman þegjandi og hljóðalaust. Þegar hann var búinn leit hann hóstandi á mig og sagði:
"Mamma, ég hef lært mína lexíu".
Miðvikudagur, 19. mars 2008
Tilkynningarskyldan...
Sunnudagur, 23. desember 2007
Til allra sem þekkja mig.. og annarra
Þetta árið ákvað ég að senda engin jólakort. Ég hafði einfaldlega ekki tíma til þess og vona að enginn móðgist. Ég er búin að fá nokkur kort sjálf og þakka kærlega fyrir þau. Eina kortið sem ég sendi fór til Kosta Ríka til fólksins sem hýsti okkur fimm í mánuð og fjölskyldu þess. Vonandi hef ég meiri tíma að ári og þá fá allir mínir vinir kort, ég LOFA!
Gleðileg jól og farsælt komandi ár, kæru vinir.
Kveðja, Björg.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. júlí 2007
Hvíli hún í friði
Jæja, þá veit ég allt um afdrif Hallgerðar. Dýralæknir á Dýraspítalanum í Víðidal hafði samband við mig og lét mig vita að hún hefði komið inn fárveik, sennilega mjög stuttu eftir að hún týndist, og ekki lifað af nóttina. Nýrnabilun var það víst. Ég hef grun um að hún hafi fengið sér frostlög sem hefur lekið úr einhverjum bílnum, en fyrsta kisa Völu systur gerði það sama og henni var sagt að ekkert væri hægt að gera fyrir hana. Frostlögurinn er bragðgóður en baneitraður. Hér með hefst barátta mín fyrir því að bíleigendur passi upp á að vatnstankarnir í bílunum þeirra leki ekki!! Ef þú sérð poll undir bílnum þínum, láttu athuga það svo þú hafir ekki kattarlíf á samviskunni!
Við syrgjum Hallgerði mikið og vonum að hún hafi það gott á dýrahimninum. Við gleymum henni aldrei.
Miðvikudagur, 4. júlí 2007
Kisan mín!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
33 dagar til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar