Er byggingarsaga okkar ómerkileg?

Í dag fór ég niður á Austurvöll til að sjá og heyra í snillingunum í Sniglabandinu og gerði mér þá grein fyrir því að fallegasta svæðið í miðbæ Reykjavíkur er Lækjargatan, Skólabrúin og Pósthússtræti, þar sem við þær götur sýnist mér að séu fæstir hryllingskumbaldar. Þó má nefna nokkra, eins og Glitnishúsið og Iðuhúsið við Lækjargötu, Kirkjuhvol við Skólabrú og eystri hluta Landsbankahússins við Pósthússtræti. Þessi hús eru virkileg lýti á annars fallegri götumynd.

Nú er svo komið að búið er að gefa veiðileyfi á hálfan Laugaveginn eða svo, frægust í augnablikinu eru auðvitað hús nr. 4 og 6, og ég hugsa til þess með gubbuna í hálsinum hvað gerist ef byggðir verða steinkassar, háhýsi og / eða glerhús við Austurstræti 22. Við höfum reyndar ekkert fengið að vita hvað verður um húsið á horninu, þar sem Ópera var og fleira. Tókst að bjarga einhverju þar eða verður það líka rifið?

Það er alltaf þannig hér á landi að peninga- og gróðrasjónarmiðin eru látin ráða í skipulagsmálum. Ég veit ekki um neitt annað land í Evrópu þar sem verktakar fá öll völd varðandi hvað á að byggja á svæðum þar sem var byggð fyrir. Verktakarnir eru á góðri leið með að eyðileggja nánast eina hverfið sem við eigum þar sem eru hús eldri en hundrað ára.

Ég hef séð árangurinn af því þegar menn sjá að sér og hætta við að rífa gamalt hús og gera það upp í staðinn. Sem dæmi má nefna hús við Bergstaðastrætið sem áætlanir voru um að rífa vegna þess að það var í slæmu ástandi og orðið bæli fíkniefnaneytenda. Núna er þetta hið reisulegasta og glæsilegasta hús og komið upp úr kafinu að það er 111 ára gamalt.

Við eigum fá gömul hús sem eftir standa. Förum að dæmi annarra Evrópuþjóða og varðveitum byggingarsögu okkar, eða það sem eftir er af henni. Víða hafa miðbæirnir verið endurreistir í upprunalegri mynd eftir að hafa verið lagðir í rúst í seinni heimsstyrjöldinni. Svo mikils virði er byggingarsaga annarra þjóða þeim. Er okkar eitthvað ómerkilegri?


mbl.is Austurstræti 22 rifið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

236 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 23437

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband