Fimmtudagur, 4. október 2007
Ooohhh, þetta heilbrigðiskerfi sko...
Þetta er í annað skipti sem ég lendi í því að komast ekki í nauðsynlega meðferð hjá lækni vegna þess að hann er búinn með kvótann sinn þetta árið!!! Ég velti því bara fyrir mér hvernig hægt er að setja kvóta á lækna um hversu margar meðferðir hann má gefa yfir árið. Vissulega eru þetta dýrar meðferðir en þær eru nauðsynlegar og einmitt þess vegna borgar Tryggingastofnun fyrir þær. Er ekki einhver þversögn í þessu??
Svo ég upplýsi nú hvers konar meðferð þetta er þá get ég sagt ykkur að þetta er leysermeðferð við húðsjúkdómi í andliti. Hann getur verið á mismunandi stigi en ef hann er á háu stigi þá getur hann haft mikil óþægindi í för með sér, m.a. hitatilfinningu þegar borðaður er ákveðinn matur og unglingabólur. Þar að auki lítur maður út eins og róni sem hefur drukkið daglega í tuttugu ár, eða eins og læknirinn minn sagði, þá leit nefið á mér orðið út eins og umferðarljós.
En fyrst verið er að setja kvóta, sem er auðvitað fáránlegt í sjálfu sér, hvers vegna þá ekki frekar að setja kvóta á hvern sjúkling, þannig að hver sjúkingur hafi tækifæri á að nýta sér jafnmarga tíma eða eins marga tíma og tilefni er til? Þetta kerfi veldur bara því að það borgar sig að vera duglegur að mæta fyrri hluta árs, þ.e. frá janúar til maí, því svo er þetta ekki gert á sumrin vegna þess að blessuð sólin passar ekki við meðferðina, til þess að fá sem mest út úr þessu. Seinni hluta ársins er það svo bara happdrætti hversu oft maður fær að koma og þeir sem ekki komust oft fyrri hluta árs missa þá bara af lestinni!
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
248 dagar til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
andreaolafs
-
hugdettan
-
astar
-
bjorkv
-
bleikaeldingin
-
brylli
-
fitubolla
-
neytendatalsmadur
-
gurrihar
-
hallarut
-
handtoskuserian
-
hlynurh
-
jenfo
-
jensgud
-
johannbj
-
jonbjarnason
-
hugsadu
-
lauola
-
larahanna
-
mammzla
-
mariataria
-
manisvans
-
svarthamar
-
runavala
-
soley
-
smjattpatti
-
jam
-
svenni
-
toshiki
-
truno
-
vefritid
-
hallormur
-
thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 23762
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.