Lindyhopfélagið

Ég bloggaði hér um daginn um gengdarlausa fíkn mína í eiturlyf sem heitir Lindy Hop og sagði frá því að neytendur þess héldu úti heimasíðu sem ég þorði ekki að gefa upp, ef ske kynni að viðkvæmar sálir hefðu stolist í tölvu og gætu komist á tengilinn fyrir slysni. Þar sem fíkn mín er óstjórnleg þá ætla ég SAMT að gefa upp slóðina á þessa heimasíðu, en til viðvörunar fyrir áhugasama verð ég að segja frá því að fíknin hefur einnig haft slæm áhrif á fjölskylduna, þar sem hún kemur núna saman á Barnum jafnvel á virkum kvöldum, og er ungviðið dregið með og sett niður Á BAR Í REYKJAVÍK (allir vita náttúrlega að það er stórhættulegt) og látið leika sér í tölvunni á meðan mamman sinnir þessari ónáttúru.

www.lindyravers.com

Og svo er annað: OKKUR VANTAR KONUR! Það er óvenjuleg staða að karlmenn séu í meirihluta í þessum geira, en reyndar bara gott fyrir mig þar sem nú get ég skipt um karlmenn oftar en sokka Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Þetta er ábyggilega í fyrsta sinn í sögu dans þar sem vantar konur.

Var að svara commentinu þínu á minni síðu.

Halla Rut , 6.10.2007 kl. 00:58

2 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Já, þetta virðist vera eitthvað sem höfðar til karlmanna, ÍSLENSKRA karlmanna!!

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 6.10.2007 kl. 22:25

3 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Til hamingju, þú hefur fengið nasasjón af lífi einstæðrar móður! Í verðlaun eru endalaus vinna og enginn tími!

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 13.10.2007 kl. 00:05

4 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Og þú ert auðvitað velkomin í hópinn um leið og þú endurheimtir manninn.

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 13.10.2007 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

236 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 23437

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband