Ekki blogg um sprengingu

Þrátt fyrir að mér þyki það lofa góðu að borgarstjórn hægrimanna sé sprungin og í staðinn sé komið fólk sem hugsar um félagsmálin fólksins vegna þá ætla ég ekki að blogga um það. Ónei. Ég ætla að blogga um mig. Ef ég gef sjálfri mér ekki athygli, hver gerir það þá? Ég er í svokölluðu haustfríi núna, það eru tveir aukadagar. Sonur minn fær heila viku! Sem þýðir meiri vinnu fyrir mig. Niðurstaðan er sú að haustfríin jafna sig út og eru óþörf. Betra bara að sleppa þeim. Það er ekki eins og börnin njóti fría þegar foreldrarnir þurfa að vinna og þau þurfa að hendast á milli staða í pössun. Síðustu tveir dagar hafa samt farið í fjarkennsluna, ekki frí.

Það er gráðun í ju jitsu á morgun. Mér finnst ég ekki vera alveg tilbúin. Kann þetta ekki alveg allt. Þeir segja samt að prófið sé eins og einkatími, maður fær alla athyglina. Þessar elskur þarna hjá Sjálfsvarnarskólanum eru yndislegar. Kannski ég bíði fram á fimmtudag. Þetta er bara hvíta beltið...

Á morgun ætla ég á kaffihús og fá mér espresso og stóra súkkulaðikökusneið og Erik fær litla kók og kökuna. Hver vill koma með? Joyful

P.S. Skoðanakönnunin hér til hliðar hefur tilgang. En það þarf AÐEINS fleiri þátttakendur, svo endilega segið ykkar skoðun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

236 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 23437

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband