Skóladagheimili

Ég er með nokkrar hugmyndir handa Degi og co. Helst vil ég fá einkafund með honum og ræða þetta undir fjögur augu, en hér er ein hugmynd: Meira samstarf milli ÍTR og grunnskólanna í skóladagheimilamálum og afslátt fyrir einstæða foreldra og aðra sem hafa aðeins einfaldar tekjur.

Mig rámar eitthvað í að skóladagheimili hafi verið til hér á árum áður. Ég var bara barn þá en ég man að það hafði einhvern svona neikvæðan blæ yfir sér. Ég þekkti aldrei neinn sem var á skóladagheimili en mamma vinkonu minnar vann á einu þeirra. Þess vegna fékk hún að fara þangað stundum. Hún var líka einstæð.

Skóladagheimilinn hafa ekki lengur neikvæðan blæ yfir sér. Nú þykir sjálfsagt að börnin fari á skóladagheimili eftir skóla, enda fáar mömmur heima við á daginn. Tímarnir hafa breyst. Sem betur fer. Næsta skref er að gera gjaldtöku sanngjarna. Mér finnst nóg að borga formúgu fyrir hádegismatinn. Ég hef áður skrifað grein um gjaldtöku skólanna, nú vona ég að ný borgarstjórn fari að gera eitthvað í þessum málum. Þetta er ekki sanngjarnt, skólinn á að heita gjaldfrjáls en fyrir einstæða foreldra er hann dýrari en leikskólinn.


mbl.is Félagshyggjan er komin til valda í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Heyr heyr! Við pöntum strax tíma hjá Degi!

Ég var á skóladagheimili þegar ég var lítil og vissi nú reyndar aldrei að það væri e-ð neikvætt, enda bara barn. Með mér voru fjölmörg önnur börn og ég veit ekki hverjar þeirra heimilisaðstæður voru. Þarf að spyrja mömmu hvað þetta kostaði, en ég veit að í þá daga þótti sjálfsagt að einstæðir foreldrar fengu forgang í plássin. Það eitt að ekki megi nota orðið "skóladagheimili" lengur segir samt sína sögu. Nú er þetta kallað nöfnum eins og "Draumaland" og "Skólaskjól" ...mér finnst nú nafngiftin gilda einu. 

Laufey Ólafsdóttir, 14.10.2007 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband