Blákaldur veruleikinn

Því laust niður í mig rétt í þessu að á morgun hefst blákaldur veruleikinn á ný. Við kennararnir erum svo heppnir að eiga frí í þrjá mánuði á ári, ef við tökum ekki að okkur fjarkennslu á sumrin, og eftir það byrjar stressið aftur. Við vinnum svo sannarlega af okkur fríið á veturna.

En á morgun hefst semsagt önnin með kennarafundi og eftir það verður ekki aftur snúið, stressið heldur innreið sína í líf mitt. Maður hefði haldið að eftir þriggja mánaða afslöppun væri maður vel í stakk búinn til að takast á við annríkið en það er svo undarlegt að það hefur þvert á móti gert mig næmari fyrir stressinu.

Það fyrsta sem ég þurfti að takast á við var að finna pössun fyrir son minn fyrri hluta vikunnar. Ég byrja að vinna á morgun en skólinn hans byrjar ekki fyrr en á fimmtudaginn. Þar sem ég er svo heppin (og nú skrifa ég enn undir grein mína sem birtist á mbl.is þann 4. apríl og lesa má hér) að vera kennari þá er ég í fríi nánast á sama tíma og sonur minn, en það eru ekki allir svo heppnir. Í sumar varð ég vör við miklar vangaveltur, reddingar og stress hjá fólki í kringum mig þegar það var að reyna að púsla saman sumrinu. Foreldrar skiptust á að taka sér frí í vinnunni, ömmur og afar voru nýtt til hins ýtrasta, frænkum og frændum á unglingsaldri var borgað fyrir að passa, o.s.frv. Ég veit sannarlega ekki hvernig einstæðir foreldrar með ung börn á grunnskólaaldri fara að ef þeir eru ekki kennarar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Tek undir þetta Björg. Veit um marga sem eru í stökustu vandræðum. Einnig er skólafólk í sömu stöðu í jafnvel meiri vandræðum því það þarf venjulega að vinna allt sumarið og tekur alls ekkert frí. Undarlegt hvernig þetta á mögulega að ganga upp og að virkilega séu engin úrræði til staðar.

Laufey Ólafsdóttir, 19.8.2007 kl. 23:31

2 identicon

Sama hér .. Skil varla hvernig þetta gengur upp hjá fólki. Ég er svo heppin eins og þú að vinna í skóla .. En gleymum því ekki að krakkarnir hafa flest öll gott af þessu langa fríi og sérstaklega hafa þau gott af vetrarfríinu.

Las líka greinina þína um kjör okkar einstöku foreldranna, mjög góð grein og segir það sem segja þarf ! Mér fannst líka kommentin góð, sést vel hverju við þurfum að mæta á hverjum degi. Biturt fólk sem heldur að við höfum það svo gott á "öllum" bótunum sem við höfum. Mitt heimili gengur t.d á styrkjum frá foreldrum ;) .. Er ómenntuð í ólánshæfu námi ..

Kær kveðja

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 23:07

3 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Hrafnhildur, mig langar að benda þér á færslu í gestabókinni minni þar sem ónefndur karlmaður fer mikinn um greinina mína um einstöku foreldrana. Ég held að þér muni þykja hún áhugaverð. Mér finnst hún a.m.k. mjög skemmtileg lesning og skólabókardæmi um fáfræði þeirra sem ekki hafa reynt það á eigin skinni að vera einn með barn.

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 20.8.2007 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

236 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 23444

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband