Eru að koma jól?

Það er ekki nema mánuður til jóla og eins og vera ber brjálað að gera hjá kennara í 115% starfi. Ég á til dæmis núna að vera að fara yfir ritunarverkefni í fjarnámi. En ég ákvað að taka mér smá pásu í því. Hva?? segir kannski einhver núna. Er manneskjan að vinna seint á laugardagskvöldi??? Ykkur að segja þá er ég búin að vera að vinna í allan dag, þarf nefnilega að skila þremur lokaprófum á fimmtudaginn, fara yfir gommu af verkefnum og prófum fyrir mánudaginn, búin að setja efni á vefinn og semja krossapróf, og ýmislegt smálegt sem tekur varla að nefna og myndi bara láta ykkur leiðast lesturinn. Þessu myndi ég ekki áorka nema vinna öll kvöld og allar helgar. Segið svo að kennarar vinni ekki upp fríin sín!

Jólaundirbúningur hefst ekki á þessu heimili fyrr en eftir tvær vikur. Þangað til verður allt í rúst og litla barnið sorgmætt yfir því hvað mamma hefur lítinn tíma til að gera eitthvað skemmtilegt. En annatíminn líður hjá og þessa önnina er ég búin óvenjusnemma með prófin svo þetta tekur fljótt af. Eftir jólin tekur svo óvissan við.

Ég held það se óhætt að tilkynna það núna að ég held ekki áfram að kenna á næstu önn. Margar ástæður eru fyrir því en ég ætla ekki að fara út í þær hér. Nú ætla ég að venda um og halda mín eigin námskeið á næsta ári. Reyndar hefur mér verið boðin staða í öðrum skóla, en ég hef ekki gert upp hug minn enn. Held kannski að það verði of mikið stress, en á hinn bóginn yrði það örugg tekjulind. Hver veit hver áhuginn á spænskunámskeiðum er...

Ég vil endilega að það komi fram að ég er afar stolt af nemendum mínum þessa önnina. Meðaleinkunn í prófum fer hækkandi með hverju prófinu og nú er svo komið að meðaleinkunn eins hópsins er komin í 8,2. Hinir hóparnir tveir standa sig líka mjög vel. Áfram Ármúli!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Á eina dóttur, sem er einn af nemendum þínum.  Ojá Þuríður mín, lítill heimur.  Hún sá komment frá þér á blogginu mínu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.11.2007 kl. 02:12

2 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Já, þetta er lítið land, kannski stórkarlalegt að segja lítill heimur (þótt Ísland sé auðvitað mjög mikilvægur hluti af heiminum), en nú er ég forvitin. Hver er dóttir þín?

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 25.11.2007 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

221 dagur til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 128
  • Frá upphafi: 23596

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 128
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband