Ekkert óveður hjá mér!

Það er sko ekkert óveður heima hjá mér. Þrátt fyrir allar veðurspár og fréttir af hörmungum af völdum veðurofsans þá er logn fyrir framan húsið mitt. En það er líka alltaf lognmolla í Þingholtunum. Reyndar var líka alltaf logn á Sólvallagötunni meðan ég bjó þar. Ég veit ekki hvernig veðráttan þar er núna..

En það er líka gott veður í lífinu almennt. Síðasti kennsludagur var í dag og eiginlega líka í gær, þar sem síðasti tíminn var ýmist á fimmtudegi eða föstudegi eftir því hvaða hópur það var. Við höfðum það bara næs, ég bjó til ceviche og setti á spænskumælandi tónlist. Ceviche-ð kláraðist á fimmtudeginum svo ég þurfti að búa til meira fyrir síðasta hópinn. Það hljóta að vera meðmæli. Þau voru alveg frábær, mig langaði næstum til að vera áfram. Sum voru alveg miður sín yfir að ég skyldi vera að hætta.

Á vinnuherberginu, rétt fyrir hádegi, fékk ég síðan söng (Bésame mucho) og jólagjöf frá samkennurum mínum í kveðjuskyni. Ég tárast bara við tilhugsunina.. Síðan stálumst við til að fá okkur rauðvínstár í sérmerkta kaffibollann (sem ég vonast til að fá að eiga þegar ég fer) og tókum hann með okkur á kennarafund.

Nei, það er sko ekkert óveður á Nönnugötunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

221 dagur til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 128
  • Frá upphafi: 23596

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 128
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband