Mánudagur, 5. maí 2008
Við þökkum fyrir það...
...en hver hefur heyrt um sex ára gamla stúlku? Í hverjum einasta fjölmiðli er talað um stúlku.
Þetta er getraun: Hvað er athugavert við að tala um sex ára gamlar stúlkur??
Litla stúlkan fundin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 21. apríl 2008
Þegar börnin ala sig upp sjálf
Er það ekki yndislegt þegar börnin ala sig upp sjálf? Ég skrifaði lýsingu á því um daginn þegar sonur minn kenndi sjálfum sér lexíu þegar hann ofsaltaði matinn sinn. Nokkrum dögum seinna vorum við á leiðinni heim úr skólanum (ég þarf að sækja hann á bílnum þar sem hann er í skóla í næsta hverfi) og hann fór að kvarta og kveina yfir því að hann væri aldrei með vinum sínum og að honum leiddist alltaf svo mikið og ég veit ekki hvað og hvað. Hann er náttúrlega einkabarn svo það er að vissu leyti skiljanlegt að maður þurfi að vera með prógramm. Ég sagði ekki neitt.
En svo þagnaði hann eitt augnablik og sagði síðan: "Hvaða endemis vitleysa er þetta í mér! Ég fór til Ragnars í gær og Emils í fyrradag. Ég leik mér heilmikið við vini mína."
Það er spurning hvort ég sé ekki bara að verða óþörf...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 13. apríl 2008
Hugleiðing í hraða hversdagsins
Ég eyddi fyrri hluta þrítugsaldursins í vonlausu sambandi. Ég var vissulega ástfangin en er ekki oft sagt að ástin sé blind? Í öllu falli skipti það mig engu máli lengi vel að maðurinn var að eyðileggja líf mitt. Síðan varð ég þyngri og við það hvarf ástin eins og dögg fyrir sólu og það slitnaði upp úr sambandinu. Undarlegt, en heppilegt.
Síðan tók við langt tímabil sem snerist eingöngu um sambandið við barnið mitt og það var ekkert rúm fyrir aðra nýja manneskju. Enda erum við mjög samrýmd núna. Eftirfarandi samtal er mjög algengt milli okkar:
"Veistu að þú ert uppáhaldssonur minn?"
"En ég er eini sonur þinn!"
"Það breytir því ekki að þú ert uppáhaldssonur minn."
"Og þú ert uppáhaldsmamma mín."
Og allt í einu var ég orðin þrítug og gerði mér grein fyrir því að einhleypum karlmönnum á mínum aldri var farið að fækka verulega á landinu. Auk þess tel ég karlmönnum yfir þrítugu það alls ekki til tekna að vera ennþá piparsveinar. Þá er líklega eitthvað að þeim. Annað hvort eru þeir hreinlega ljótir og leiðinlegir inn við beinið eða þeim helst ekki á konum og geta ekki verið í alvöru sambandi af sálfræðilegum ástæðum. Ég sá að til þess að eignast mann yrði ég að grípa þá sem skilja, fljótlega eftir skilnaðinn því þeir virðast ganga hratt út aftur.
Sá hængur er þó á að ég vil alls ekki mann sem er nýskriðinn úr öðru sambandi. Ég vil ekki mann sem á eftir að gera upp sín mál, sérstaklega andlegu hliðina en hún tekur yfirleitt mun lengri tíma en sú fjárhagslega. Ég vil sko ekki eiga á hættu að vera einhver staðgengill eða haldreipi.
En á svona hugsunarhætti kemst ég víst ekki langt í rómantíkinni. Maður á sennilega bara að fylgja hjartanu, eins og ég segi alltaf sjálf við aðra. Stundum þarf maður að sleppa taumnum og viðurkenna að maður hefur ekki stjórn á öllu.
Það endar líklega með því að ég sit fyrir ekklunum á Hrafnistu. Gallinn er bara sá að konur lifa mennina sína oftar en hitt svo hætt er við að úrvalið verði fábreytt...
Lífstíll | Breytt 14.4.2008 kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 7. apríl 2008
Hvað sýnir þetta fram á?
Vísbendingar um eðlislægan áhuga stráka á strákaleikföngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 5. apríl 2008
Frú Mínerva fer í samstarf
Ég stóð í dag, ásamt Siggu Röggu, í Fífunni í Kópavogi og útdeildi póstkortum fyrir Frú Mínervu. Það var nú samt aðallega Sigga Ragga sem útdeildi póstkortunum og greip fólkið þegar það gekk framhjá básnum sem við deildum með Hraðlestrarskólanum. Ég er ekki nógu góð í svoleiðis. Finn það ekki í mér að bögga fólk sem gengur í sakleysi sínu framhjá. Ef hins vegar það sýndi kynningarglærunum okkar áhuga gat ég fengið það af mér að fara og tala við það.
Ástæðan fyrir því að við stóðum þarna á sýningunni Sumar 2008 er sú að við ætlum í samstarf með fjarkennslu.is, en sami maðurinn er með það og Hraðlestrarskólann. Því er von á fjarnámskeiðum í spænsku á vefnum www.fjarkennsla.is í ágúst. Þangað til verðum við með ýmiskonar námskeið sem hefjast í júní. Meðal námskeiða eru:
Spænskusprell - fyrir krakka á aldrinum 6-10 ára.
Gaman saman - fyrir foreldra og börn.
Ferðalangurinn - sniðið að þörfum ferðalangsins.
Grúskarinn - fyrir þá sem hafa yndi af því að læra tungumál og grúska í smá málfræði í leiðinni.
Eftir þínu höfði - við komum á staðinn og kennum ykkur það sem þið viljið læra.
Skoðið endilega vefinn okkar www.fruminerva.is.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Gullmoli dagsins
Syni mínum finnst salt alveg skelfilega gott. Ég skil hann samt vel, ég var svona sjálf fram eftir öllum aldri. Mér finnst ennþá salt gott en ég er samt hætt að sleikja það úr lófanum á mér. Sonur minn gerir einmitt það. Honum finnst líka rosalega gott að hrúga salti á matinn sinn. Í dag gekk hann samt aðeins of langt, en það var samt alveg óvart.
Eina ráðið til að fá hann til að borða kartöflur er að hann fái að stappa þær og setja smjör og salt. Hann er, þrátt fyrir þessa fíkn sína, hógvær drengur og snýr alltaf lokinu á saltstauknum þannig að ekki komi of mikið út í einu. Ég vil hins vegar hafa það öðruvísi stillt, svo þegar ég notaði saltið breytti ég því. Nokkru seinna fékk hann sér meiri kartöflur og þar af leiðandi meira salt. En það sem hann vissi ekki var að ég hafði breytt stillingunni á saltstauknum og setti hann á hvolf yfir stappaðar kartöflurnar. Auðvitað hrúgaðist salt á þær. En sá litli borðaði allt saman þegjandi og hljóðalaust. Þegar hann var búinn leit hann hóstandi á mig og sagði:
"Mamma, ég hef lært mína lexíu".
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
336 dagar til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar