Föstudagur, 5. október 2007
Lindyhopfélagið
Ég bloggaði hér um daginn um gengdarlausa fíkn mína í eiturlyf sem heitir Lindy Hop og sagði frá því að neytendur þess héldu úti heimasíðu sem ég þorði ekki að gefa upp, ef ske kynni að viðkvæmar sálir hefðu stolist í tölvu og gætu komist á tengilinn fyrir slysni. Þar sem fíkn mín er óstjórnleg þá ætla ég SAMT að gefa upp slóðina á þessa heimasíðu, en til viðvörunar fyrir áhugasama verð ég að segja frá því að fíknin hefur einnig haft slæm áhrif á fjölskylduna, þar sem hún kemur núna saman á Barnum jafnvel á virkum kvöldum, og er ungviðið dregið með og sett niður Á BAR Í REYKJAVÍK (allir vita náttúrlega að það er stórhættulegt) og látið leika sér í tölvunni á meðan mamman sinnir þessari ónáttúru.
Og svo er annað: OKKUR VANTAR KONUR! Það er óvenjuleg staða að karlmenn séu í meirihluta í þessum geira, en reyndar bara gott fyrir mig þar sem nú get ég skipt um karlmenn oftar en sokka .
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
249 dagar til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
andreaolafs
-
hugdettan
-
astar
-
bjorkv
-
bleikaeldingin
-
brylli
-
fitubolla
-
neytendatalsmadur
-
gurrihar
-
hallarut
-
handtoskuserian
-
hlynurh
-
jenfo
-
jensgud
-
johannbj
-
jonbjarnason
-
hugsadu
-
lauola
-
larahanna
-
mammzla
-
mariataria
-
manisvans
-
svarthamar
-
runavala
-
soley
-
smjattpatti
-
jam
-
svenni
-
toshiki
-
truno
-
vefritid
-
hallormur
-
thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 23760
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er ábyggilega í fyrsta sinn í sögu dans þar sem vantar konur.
Var að svara commentinu þínu á minni síðu.
Halla Rut , 6.10.2007 kl. 00:58
Já, þetta virðist vera eitthvað sem höfðar til karlmanna, ÍSLENSKRA karlmanna!!
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 6.10.2007 kl. 22:25
Til hamingju, þú hefur fengið nasasjón af lífi einstæðrar móður! Í verðlaun eru endalaus vinna og enginn tími!
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 13.10.2007 kl. 00:05
Og þú ert auðvitað velkomin í hópinn um leið og þú endurheimtir manninn.
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 13.10.2007 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.