Óforskammaðir tannlæknar

Meira um tannlæknamálið. Nú kemur í ljós að það er ekki nóg með það að himinn og haf sé á milli gjaldskrár tannlækna og Tryggingastofnunar heldur rukka sumir tannlæknar fyrir þjónustu sem ekki er beðið um og ekki sagt frá fyrirfram að fylgi með í pakkanum. Þetta á þó líklega helst við um barnatannlækna, a.m.k. ef marka má frétt í Fréttablaðinu í dag þar sem móðir þriggja ára barns þurfti að borga 12.500 krónur fyrir skoðun fyrir barnið sitt. Þetta er náttúrlega bara yfirgengilegt verð. En hvað kemur í ljós þegar reikninurinn er skoðaður? Jú, aðeins rétt um helmingur verðsins er fyrir skoðunina, hitt er fyrir "atferlismeðferð" og fræðslu.

Atferlismeðferð er "til að aðlaga börn komum á tannlæknastofur", svo vitnað sé í tannlækninn sjálfan. Ekki eru öll börn hrædd við tannlækna því eins og við vitum er ótti við eðlilega hluti lært atferli svo ef enginn hefur sagt barninu að tannlæknar séu vondir eða það hefur ekki slæma fyrri reynslu af þeim þá er engin ástæða til að ætla að það þurfi að "aðlaga þau komum á tannlæknastofur".

Fræðslan fólst í því, eftir því sem móðirin best vissi, að tannlæknirinn sagði barninu að það væru margir sykurmolar í gosdrykkjum og að hún þyrfti að bursta vel í henni tennurnar. Ekkert sem hún vissi ekki fyrir. Og fyrir það þurfti hún að borga 3.500 krónur.

Tannlæknarnir sjálfir eiga ekki að standa í því að uppfræða börnin um umhirðu tannanna. Foreldrarnir geta sjálfir uppfrætt þau um svona sjálfsagða hluti. Dýpri fræðsla, eins og hvernig á að bursta tennurnar og hvers vegna tennurnar skemmast ef maður burstar þær ekki, á að vera á ábyrgð skólanna. Þegar ég var lítil kom kona á hverju einasta ári (eða a.m.k. nokkuð oft) með stóran tanngarð og risatannbursta með sér og kenndi okkur að bursta rétt og hvað gerðist ef við gerðum það ekki. Fræðslan þyrfti að byrja strax í leikskóla, þegar börnin eru hvað móttækilegust fyrir allri fræðslu. Í staðinn hefur fjárstyrkur til tannfræðslu í skólum verið skorinn verulega niður og foreldrar þurfa að borga brúsann, óumbeðið.

Er nema von að fólk veigri sér við að fara með börnin til tannlæknis?

Ég sagði í fyrri pistli mínum um tannheilsu barna að tannlæknar væru á hinum frjálsa markaði þar sem markaðshyggjan og samkeppni ætti að ríkja. En þeim er á sama tíma bannað að auglýsa sig. Verðskrá tannlækna er mjög mismunandi og getur munað æði miklu á verði fyrir sömu verk. Hvernig á fólk að vita hvert er best að fara ef þeir mega ekki auglýsa? Oftast nær veit maður ekki einu sinni hvað maður á að borga fyrr en að því kemur. Ég hef a.m.k. aldrei séð neina gjaldskrá hjá mínum tannlækni. Ég er bara svo heppin að hafa fundið tiltölulega ódýran tannlækni, vegna þess að mér var bent á hann. Mér finnst bara mjög undarlegt að henda tannlæknum út á hinn frjálsa markað en banna þeim um leið að auglýsa sig. Hvers konar samkeppni er það?

Að lokum vil ég benda barnafólki með lítið á milli handanna að fara með börnin í Tanngarð þar sem tannlæknanemar skoða og gera við tennurnar þeirra undir styrkri leiðsögn, ÓKEYPIS.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Við viljum skólatannlækna!

Laufey Ólafsdóttir, 1.4.2007 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

235 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 23447

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband