Hugleišing um višhorf til kvenna

Žį er ég nś bara komin ķ sveitina og žvķ dottin ašeins śt śr umręšunni į mešan. Hér erum viš nefnilega svo afskekkt aš žaš nęst ekkert śtvarp nema į langbylgju, pósturinn kemur einu sinni ķ viku og meš honum blöš vikunnar (nżjasta blašiš er samt alltaf frį deginum įšur), myndin ķ sjónvarpinu į žaš til aš verša óskżr og sķminn aš detta śt. Aušvitaš nęst ekkert GSM samband en internetiš er komiš hingaš, nema žaš er ekki möguleiki į ADSL heldur bara ISDN sem er svo hęgt aš žaš žarf sérstaka tśrbóstillingu žar sem notaš er upphringisamband til aš nį ķ flestar sķšur. Žetta er žvķ mķn afsökun fyrir aš skrifa ekki mikiš žessa dagana.

Sķšasti pistillinn minn fór śt ķ umręšur um žaš hversu "gott" viš einstęšu foreldrarnir höfum žaš į barnabótunum okkar. Žaš kom mįlinu bara ekkert viš. Žaš sem ég vildi segja meš žessu var aš žar sem viš erum eina fyrirvinna fjölskyldunnar fįum viš réttmętan afslįtt fyrir dvöl barna okkar į leikskólanum. Žegar börnin verša 6 įra og fara ķ grunnskóla (sem er skylda) hękka fjįrśtlįt okkar vegna žeirra um rśm 36%, žar sem afslįtturinn hefur veriš tekinn af okkur, į mešan žau lękka um tęp 10% fyrir tvo einstaklinga meš barn. Žaš gerir fjįrhagsstöšu okkar veikari en foreldra ķ sambśš og félagslega stöšu barna okkar verri en žeirra sem eiga tvo foreldra. Žaš veršur nefnilega alltaf dżrara og dżrara aš eiga börn eftir žvķ sem žau eldast, ef einhver skyldi ekki hafa tekiš eftir žvķ. Žetta bitnar žvķ fyrst og fremst į börnunum. Og ŽAŠ er óréttlįtt.

Ég hef žaš stundum į tilfinningunni aš žaš sé rįšist svona į einstęša foreldra vegna žess aš žeir eru aš miklum meirihluta konur. Sumir karlmenn (sérstaklega) viršast ekki geta žolaš žaš aš konur komist įfram af sjįlfsdįšum. Eša er žaš eitthvaš annaš sem drķfur žį įfram ķ aš rakka nišur allt sem konum veršur įgengt ķ réttlętisįtt? Eru žeir kannski meš minnimįttarkennd? Hver veit hvaš žaš er, en hafiš žiš hugsaš śt ķ hversu mörg neikvęš orš eru til yfir konur og hversu fį eru til yfir karla? Ég ętla ekki aš telja upp žessi orš hér, enda hęfa žau ekki öll viškvęmum sįlum, en tvö orš vil ég minnast į og žaš eru oršin "bjargvęttur" og "óvęttur". Bęši oršin eru upprunalega kvenkynsorš en af einhverjum įstęšum er "bjargvęttur" nįnast alltaf notaš ķ karlkyni (bjargvętturinn, um bjargvęttinn) en "óvęttur" ķ kvenkyni (óvętturin, um óvęttina). Endurspeglar žetta kannski višhorfiš ķ samfélaginu til kvenna enn žann dag ķ dag? Ég bara spyr...


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég hef einmitt veriš aš skoša žetta mikiš aš undanförnu og ég get ekki betur séš en aš vissir karlmenn séu fśsari til aš gagnrżna skrif kvenna en skrif karla og ef žeir gagnrżna skrif karla er nįlgunin svo allt önnur. Ég hef sérstaklega tekiš eftir žessu ķ athugasemdakerfinu hér į blogginu. Konum er žį einnig śthśšaš fyrir aš eyša athugasemdum sem žeim lķkar ekki og eru žęr žį sakašar um aš hefta mįlfrelsi viškomandi eins og žetta sé ekki hennar sķša sem hśn sjįlf mį rįša hvaš birtist į. Žetta finnst mér įkaflega undarleg hegšun. Įlķka undarleg og kalla okkur heimtufrekar aš vilja allt skipt 50/50 ķ žjóšfélaginu. Vilja žeir ekki flestir gera sameiginlega forsjį aš meginreglu viš skilnaš? Fį jafnlangt fešraorlof og viš höfum męšraorlof? Nei viš erum nįttśrlega bara frekjur. Af hverju er žaš annars kvenkyns orš?

Laufey Ólafsdóttir, 7.4.2007 kl. 03:50

2 Smįmynd: Hans Jörgen Hansen

Held aš allir ęttu aš geta tekiš aš ofan hattin fyrir einstęšum foreldrum, žaš er aš mķnu mati ótrślegt žrekvirki aš koma einstaklingi eša einstaklingum til manns ķ žessu samfélagi sem viš lifum ķ. Og žį sérstaklega aš gera žaš eins sķns lišs. 

Žeir sem telja žaš aš einstęšir foreldrar séu betur fjįrhagslegastęšir en ašrir vita greinilega ekkert um hvaš žeir eru aš tala!!!

Hans Jörgen Hansen, 10.4.2007 kl. 15:33

3 Smįmynd: Žurķšur Björg Žorgrķmsdóttir

Žś talar eins og žś hafir reynt žetta į eigin skinni og vitir um hvaš žś ert aš tala, Hans . Žaš męttu fleiri gera žaš sem skrifa athugasemdir um mįlefni einstęšra foreldra. Takk fyrir stušninginn!!

Žurķšur Björg Žorgrķmsdóttir, 10.4.2007 kl. 17:53

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

235 dagar til jóla

Maķ 2024
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frį upphafi: 23447

Annaš

  • Innlit ķ dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir ķ dag: 2
  • IP-tölur ķ dag: 2

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband