Vania, fimmti og síðasti hluti

Hér kemur loksins síðasti hluti sögunnar. Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur undanfarna daga í verslun og fjölskylduveislum, því í gær var feðradagurinn og haldið upp á hann með grillveislu upp í sveit. Svo heppilega vildi til að það var líka 17. júní.

Um eittleytið var hringt frá flugvellinum til að láta vita að vélin færi klukkan þrjú. Ungi maðurinn var kominn aftur og hjálpaði Vöniu á fætur. Nú voru lyfin að hætta að virka svo hún var með fullri meðvitund þótt hún væri máttfarin. Síðan keyrði hann hana á flugvöllinn og þau kvöddust nánast með tárin í augunum. 

Flugferðin gekk að óskum þangað til þau komu til Kosta Ríka, en þar var þoka eins og venjulega. Í þetta sinn náði vélin þó að snerta jörð, áður en hún hófst aftur á loft. Óánægjukliður fór um vélina og einhver kallaði: „Hondúras!“ En þá hljómaði rödd flugstjórans í hátölurunum: „Kæru farþegar, þetta er flugstjórinn sem talar. Það er enn þoka í San José en við ætlum samt að reyna aftur að lenda“. Vélin sneri við og gerði aðra atlögu. Það tókst og allt ætlaði vitlaust að verða af gleði í farþegarýminu.

Venjan er sú að þegar sjúklingur er í vélinni þá fer hann fyrstur út. Ekki samt í Kosta Ríka. Það er margt undarlegt í Kosta Ríka. Til dæmis hafa göturnar ekki nöfn svo allir eru með pósthólf til að geta fengið póst því heimilisföngin eru svo löng og flókin, svo sem „frá apótekinu 100 m í austur og 25 m í suður“ og einn vinur minn átti heima „við stóra appelsínutréð“. Vania þurfti sem sagt að bíða þangað til allir farþegarnir voru farnir út úr vélinni og varð vitni að því að hver einn og einasti kvaddi flugstjórann með handabandi, kossi eða faðmlagi. 

Loksins kom að því að Vania fékk að stíga á sína ástkæru fósturjörð, ef svo má að orði komast því hún fór auðvitað bara inn í rana. Enn þurfti hún samt að bíða því það var ekki búið að ná í hjólastól. Hann kom þó bráðlega og hún settist í hann. Síðan sagði kvenmannsrödd: „Færðu hnén örlítið í sundur, vinan“. „Ha...?“ svaraði Vania sem átti erfitt með að fylgjast vel með því sem var að gerast í kringum hana þrátt fyrir að hafa endurheimt að mestu meðvitundina. „Færðu hnén örlítið í sundur, vinan“, endurtók kvenmannsröddin. Vania þorði ekki annað en að hlýða og færði hnén örlítið í sundur. Um leið og hún gerði það var handfarangrinum skellt niður á milli hnjánna á henni og hjólastóllinn lagði af stað.

Vania hafði ekki hugmynd um hver það var sem ýtti hjólastólnum en eftir nokkrar mínútur spurði viðkomandi hvert þau ættu að fara núna. Vania varð hvumsa og vissi ekki alveg hverju hún ætti að svara. Vissi flugvallarstarfsmaðurinn ekki hvert hann var að fara með hana? Hún leit aftur fyrir sig og sá að þetta var tannlaus, gamall maður. Það endaði með því að hún ákvað að vísa honum til vegar. Hvernig datt þeim eiginlega í hug að senda svona gamlan og hruman mann með sjúkling í hjólastól um allan flugvöll sem hann rataði ekki einu sinni um? 

Þau komust á endanum að vegabréfsskoðuninni og þá kom auðvitað í ljós að Vania hafði ekki fengið eyðublaðið sem átti að skila inn þar. „Hvar færðu það?“ spurði aumingja karlinn, sem vissi ekkert um starfið sem hann hafði verið settur í. Vania benti honum á það og hann skildi hana eftir einhversstaðar í borðaflækjunni sem fær fólk til að mynda röð meðan hann „hljóp“ og sótti eyðublaðið. Á meðan þurfti fólk að smeygja sér framhjá henni, oft með erfiðismunum, og hún var pínulítið pirruð yfir því að hafa verið skilin eftir svona fyrir allra fótum.

Við tollinn uppgötvaðist svo að hún hafði líka átt að fá eyðublað til að skila inn þar og nú féllust henni alveg hendur og hún var næstum því farin að gráta. En þar sem þetta var í Kosta Ríka sagði tollvörðurinn bara:“Æ, það skiptir engu máli“ og hún fékk að rúlla í gegn. 

Allt gekk þetta upp á endanum og hún komst út úr flugstöðinni og í fangið á mömmu sinni og systur, sem höfðu horft upp á vélina taka á loft aftur eftir að hafa beðið hennar sólarhring lengur en nauðsynlegt var og án þess að vita hversu alvarlega hún væri slösuð því þær höfðu aldrei fengið nákvæmar upplýsingar um hvorki slysið né ástand Vöniu.

Næst: Fréttir af herleysi Kosta Ríka búa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

allt er gott sem endar vel. góð saga. ég er í Manchester og fer héðan heim á leið á mánudag. hef ekki komist á netið í nokkra daga fyrr en nú.

Hvernig hefur Erik það?

Bjargarmamma (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 20:16

2 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Henni líður mun betur, þakka þér fyrir. Hún treysti sér meira að segja með okkur á ströndina nú um helgina!

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 27.6.2007 kl. 17:04

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Hún hefði átt að taka manninn góða með sér Henni hefði gengið mun betur við heimkomuna.

Laufey Ólafsdóttir, 27.6.2007 kl. 21:00

4 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Ég skal skila því til hennar :-)

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 28.6.2007 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

242 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband