Jólaskap og hús sem þarfnast viðgerðar

Þá eru aðeins 5 dagar til jóla og eftir að gera alveg helling en ég hef ekki áhyggjur af því af því að ég er komin í jólafrí! Jibbí! (Tókuð þið eftir ríminu? Ég er greinilega komin í skáldastuð um leið og jólastuð Tounge) Og ekki nóg með það að ég sé komin í jólafrí, heldur er ég líka hætt í vinnunni. Ójá, kæru vinir, ekki meiri ítroðsla í bili Joyful En eins og flestir sem þekkja mig vita þá er planið að halda spænskunámskeið heima, á meðan meðeigandi minn heldur námskeið í íslensku annarsstaðar, en við erum í félagi. "Málaskóli frú Mínervu", þið getið bráðum flett því upp á netinu.

NÁMSKEIÐ HEFJAST Í LOK JANÚAR!! Og þá hafið þið það. Ég sinni líka námsaðstoð fyrir framhaldsskólanema.

En á meðan hlakkar í mér yfir jólunum, hvað ég ætla að hafa það gott á meðan á þeim stendur og hvað það verður gaman hjá mér þegar þeim lýkur (ég er nefnilega líka að fara til Parísar bráðum) þá er líka ofarlega í huga mér hlutskipti margra kvenna sem eru í svipaðri aðstöðu og ég að því leyti að þær eru einar með börn. Ég var heppin að hafa menntað mig og keypt mér íbúð áður en barnið kom, en aðrar mega teljast heppnar að hafa fengið inni í 20 fermetra íbúð í hripleku húsi sem Félag einstæðra foreldra á.

Ég held að yfirvöld geri sér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Kannski halda þau að þetta sé bara smotterí sem hægt er að gera við til bráðabirgða. En það er alvarlegra en það. Í sumum íbúðunum eru pollar á gólfunum daglegt brauð og annarsstaðar eru sveppir á veggjunum sem geta haft heilsuspillandi áhrif. Og það versta er að þarna búa líka börn sem eru enn viðkvæmari fyrir svona löguðu. HVAÐ ÆTLA YFIRVÖLD AÐ GERA Í MÁLINU NÚNA??!!! Því það þarf eitthvað að gerast NÚNA og helst í gær!

Það er keypt hús undir fíkla fyrir 90 milljónir og við fáum EKKI NEITT til að kaupa þak yfir höfuðið á heimilislausum einstæðum mæðrum og börnum þeirra (og einstaka föður). Nú er ég ekki að segja að fíklar þurfi ekki húsaskjól, en það þurfa einstæðir foreldrar og börn þeirra líka. Af hverju er ekkert gert fyrir þau? Stendur ekki í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að öll börn eigi rétt á þaki yfir höfuðið?

Á meðan Ísland er ofarlega á lista yfir ríkustu þjóðir heims finnst mér að svona neyð eigi ekki að fyrirfinnast í þjóðfélaginu og sérstaklega ekki þegar börn eiga í hlut.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

235 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband