Rússíbani

Mér finnst ég vera í rússíbana, mér rétt tekst að gera hlutina áður en þeir þjóta framhjá á ofurhraða. Stundum gleymi ég samt einu og einu atriði og þarf þá að redda því einhvern veginn fyrir horn. Svona er kennarastarfið! Önn eftir önn er þetta svona og ég hef engan tíma til að lifa. Hversu lengi getur maður haldið svona áfram?

Ég segi það ekki að kannski er þessi önn aðeins verri en margar aðrar þar sem ég hef verið mjög dugleg að finna mér eitthvað að gera. Hér eru nokkur dæmi:

  • Varaformennska í Félagi einstæðra foreldra.
  • Ju jitsu tvisvar í viku.
  • Lindy hop alltaf þegar ég hef tíma (!!).
  • Fiðlutímar hjá Erik og æfa sig inn á milli.
  • Æfa mig á fiðluna (ég þarf líka að læra...)
  • Heimilisstörf.
  • Ala upp barn.
  • Helluleggja garðinn.
  • Setja upp panil í borðstofunni.
  • Læra ítölsku í fjarnámi.

Þetta er ekki í röð eftir mikilvægi. En ég held að þrátt fyrir að það sé mikið að gera utan vinnu þá sé nauðsynlegt fyrir aktíva manneskju eins og mig að hafa eitthvað skemmtilegt að gera. Og svo eyði ég tímanum í að blogga!!


Lindyhopfélagið

Ég bloggaði hér um daginn um gengdarlausa fíkn mína í eiturlyf sem heitir Lindy Hop og sagði frá því að neytendur þess héldu úti heimasíðu sem ég þorði ekki að gefa upp, ef ske kynni að viðkvæmar sálir hefðu stolist í tölvu og gætu komist á tengilinn fyrir slysni. Þar sem fíkn mín er óstjórnleg þá ætla ég SAMT að gefa upp slóðina á þessa heimasíðu, en til viðvörunar fyrir áhugasama verð ég að segja frá því að fíknin hefur einnig haft slæm áhrif á fjölskylduna, þar sem hún kemur núna saman á Barnum jafnvel á virkum kvöldum, og er ungviðið dregið með og sett niður Á BAR Í REYKJAVÍK (allir vita náttúrlega að það er stórhættulegt) og látið leika sér í tölvunni á meðan mamman sinnir þessari ónáttúru.

www.lindyravers.com

Og svo er annað: OKKUR VANTAR KONUR! Það er óvenjuleg staða að karlmenn séu í meirihluta í þessum geira, en reyndar bara gott fyrir mig þar sem nú get ég skipt um karlmenn oftar en sokka Kissing.


Ooohhh, þetta heilbrigðiskerfi sko...

Þetta er í annað skipti sem ég lendi í því að komast ekki í nauðsynlega meðferð hjá lækni vegna þess að hann er búinn með kvótann sinn þetta árið!!! Woundering Ég velti því bara fyrir mér hvernig hægt er að setja kvóta á lækna um hversu margar meðferðir hann má gefa yfir árið. Vissulega eru þetta dýrar meðferðir en þær eru nauðsynlegar og einmitt þess vegna borgar Tryggingastofnun fyrir þær. Er ekki einhver þversögn í þessu?? Woundering

Svo ég upplýsi nú hvers konar meðferð þetta er þá get ég sagt ykkur að þetta er leysermeðferð við húðsjúkdómi í andliti. Hann getur verið á mismunandi stigi en ef hann er á háu stigi þá getur hann haft mikil óþægindi í för með sér, m.a. hitatilfinningu þegar borðaður er ákveðinn matur og unglingabólur. Þar að auki lítur maður út eins og róni sem hefur drukkið daglega í tuttugu ár, eða eins og læknirinn minn sagði, þá leit nefið á mér orðið út eins og umferðarljós.Blush

En fyrst verið er að setja kvóta, sem er auðvitað fáránlegt í sjálfu sér, hvers vegna þá ekki frekar að setja kvóta á hvern sjúkling, þannig að hver sjúkingur hafi tækifæri á að nýta sér jafnmarga tíma eða eins marga tíma og tilefni er til? Þetta kerfi veldur bara því að það borgar sig að vera duglegur að mæta fyrri hluta árs, þ.e. frá janúar til maí, því svo er þetta ekki gert á sumrin vegna þess að blessuð sólin passar ekki við meðferðina, til þess að fá sem mest út úr þessu. Seinni hluta ársins er það svo bara happdrætti hversu oft maður fær að koma og þeir sem ekki komust oft fyrri hluta árs missa þá bara af lestinni!


Tvöfalt heilbrigðiskerfi

Víða um heim viðgengst tvöfalt kerfi í heilbrigðismálum. Annað er ókeypis og hitt ekki. Oft er það svo að maður fær betri þjónustu ef maður borgar fyrir hana. Það á líka við í heilbrigðiskerfinu. Ef þú átt peninga þá færðu betri þjónustu.

Á Íslandi erum við bara með eitt kerfi: Það sem þarf að borga fyrir. Það kostar hátt í 4000 krónur að fara til sérfræðings. Ég hef borgað 9000 krónur fyrir myndatöku af innviðum höfuðs míns. Faðir minn borgaði um daginn 20.000 krónur fyrir hjartarannsókn. Sem betur fer kostar ekkert ennþá að eignast barn.

Að vissu leyti er betra að vera með tvöfalt kerfi en íslenskt kerfi. Maður hefur þó möguleika á ókeypis þjónustu. Hins vegar eru ýmsir gallar á tvöföldu kerfi. Ég hef nokkra reynslu af opinberu heilbrigðiskerfi á Spáni og í Mið-Ameríkuríkinu Kosta Ríka. Í báðum löndum er tvöfalt kerfi og opinbera kerfið er ókeypis. Lyfin á Spáni eru hræódýr og í Kosta Ríka eru þau ókeypis á spítulunum. Frábært, ekki satt? Jú, og nei.

Reynslan að fara á opinbera spítala á stað þar sem einnig er einkarekið heilbrigðiskerfi er ekki mjög skemmtileg. Biðin er skelfilega löng og þjónustan ópersónuleg. Manni líður eins og fiski á færibandi. Bíða í þessari röð, setjast og bíða, inn út, læknirinn lítur varla á mann, bíða svolítið meira, inn þarna, rekinn öfugur út. Á Spáni þurfti ég að tala við tvo lækna, annar spurði mig út úr og hinn gaf mér lyfseðil. Sá var reyndar svo mikið að flýta sér að hann gerði mistök á lyfseðlinum.

Er þetta það sem við viljum hér? Eitt kerfi þar sem fólk fær almennilega og persónulega þjónustu af því að það borgar fyrir hana og annað ókeypis þar sem þarf að afgreiða fólk hratt af því að flestir fara þangað? Á Íslandi er öll heilbrigðisþjónusta góð og persónuleg, nema kannski helst á bráðadeildinni, þar sem oft er yfirfullt af sjúklingum. Enda þurfum við að borga fyrir hana. Við höfum semsagt ekkert val.

En ég vil ekki hafa val. Ég vil geta reitt mig á að ég hafi alltaf efni á að fara til læknis. Og ég vil líka geta reitt mig á að ég fái persónulega þjónustu. Eina leiðin til þess er að hafa einfalt heilbrigðiskerfi, ókeypis.


Smá upplyfting, skammdegið er handan við hornið!

Þegar allt er í klessu og lífið virðist á hraðri niðurleið þá er ekkert betra en asnalega skemmtilegt lag flutt af hreinum snillingi til að lyfta sér upp og gleyma öllu sem skiptir máli. Ég sé mitt innra sjálf í þessari söngkonu. Smellið á myndina.

Nú ef það dugar ekki þá gerir þessi belja það örugglega!

 Er ekki lífið betra núna?!! Grin


Við fáum þá að vera með!

Jóhanna Sigurðardóttir er uppáhaldsmanneskjan mín um þessar mundir! Ég veit ekki hvað er langt síðan beðið var um að staða einstæðra foreldra yrði könnuð, gott ef það var ekki Jóhanna sjálf, en aldrei kom neitt áþreifanlegt út úr því. En þá var Jóhanna auðvitað í stjórnarandstöðu og það er ekki hefð fyrir að taka mark á svoleiðis fólki. Við hjá Félagi einstæðra foreldra erum einstaklega heppin að Jóhanna settist í þennan ráðherrastól í ár og ég hef trú á því að hún standi við orð sín.

Og í þetta sinn fáum við að vera með í að tilnefna í nefndina, en skemmst er að minnast fjölskyldunefndarinnar sem síðasta ríkisstjórn skipaði en leyfði okkur ekki að koma nálægt. Það hefur ekkert heyrst frá þeirri nefnd í LANGAN tíma. Ætli hún sé dauð?


mbl.is Nefnd skipuð til að fjalla um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

165 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband