Færsluflokkur: Dægurmál
Laugardagur, 14. júlí 2007
Laus við ameríska menningu
Starbucks lokar í Forboðnu borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 13. júlí 2007
Klukk!
Ég hef verið klukkuð og það þýðir að ég verð að reiða fram 8 stykki játningar. Sem betur fer er ég á leið úr landi í kvöld svo mér er víst óhætt að gera þetta og vona bara að allt verði gleymt eftir þrjár vikur . Svo hér kemur það:
1. Ég horfi alltof mikið á sjónvarp. Það versta er að ég er bara með RÚV.
2. Ég er mikil áhugamanneskja um kaffi. Samt finnst mér nánast allt kaffi vont nema það sem ég sjálf og amma mín búum til.
3. Mér líður illa í miklu drasli og ryki. Ég er mjög löt að taka til og þrífa enda finnst mér það mjög leiðinlegt. Þetta veldur því að húsið mitt er draslaralegt og fullt af ryki.
4. Ég þoli ekki átök við fólk. Ég vil bara lifa í sátt og samlyndi við alla í kringum mig. Þegar ekki verður komist hjá átökum á ég það til að láta mig hverfa.
5. Ég er ekki mikið fyrir ókunnugt fólk. Ég er ekki góð í að tala við ókunnugt fólk og finnst óþægilegt að spjalla við það um ómerkilega hluti. Hins vegar á ég það til að koma með fyndin eða kaldhæðin komment við afgreiðslufólk eða aðra sem ég neyðist til að eiga samskipti við og það fellur ekki alltaf í góðan jarðveg.
6. Ég er haldin vægri þráhyggju. Oft geri ég hluti á ákveðinn hátt án þess að vita hvers vegna ég geri þá nákvæmlega svona þegar í rauninni er betra að gera þá öðruvísi. Mér finnst bara betra að gera þá á minn hátt og ég þoli ekki þegar fólk gagnrýnir það.
7. Ég er haldin fullkomnunaráráttu. Ég get ekki sent neitt frá mér nema það sé fullkomið og ef það er það ekki þá líður mér illa. Þar af leiðandi er ég oft mjög lengi að gera hlutina og þegar ég var barn var mér nokkrum sinnum sagt að það væri hægt að vera of vandvirkur!
8. Ég er með minn eigin háralit. Ég ákvað fyrir nokkrum árum að hætta að lita á mér hárið og vera ein af fáum konum sem þora að sýna sinn eigin háralit. Mig langaði líka til að vita hvernig hárið á mér er á litinn í raun og veru.
Þar hafið þið það. Heyrumst frá Spáni!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 6. júlí 2007
Gott mál
Frábært hjá forsetanum okkar að setja gott fordæmi og fá sér bíl sem er umhverfisvænni en flestir. En hvenær verður hinum almenna borgara gert kleyft að fá sér svona bíl? Þá á ég við, hvenær verður svona bíll raunhæfur kostur fyrir mig og mína líka sem þénum aðeins minna en forsetinn?
Svo vil ég minna ykkur á að vera viss um að ekkert vatn leki af bílnunum ykkar.
Forsetaembættið fær umhverfisvænan bíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 4. júlí 2007
Kisan mín!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. júlí 2007
Önnur skotárás
Það á ekki af manni að ganga hérna. Ég get ekki sagt að mér líki við New York-borg og enn minna eftir gærdaginn (eða fyrradaginn...eða eitthvað, er orðin pínu rugluð). Í fyrsta lagi lentum við á verulega fýldum landamæraverði sem sagði varla meira en 3 orð í einu og sendi okkur tvisvar til baka til að skrifa eitthvað sem vantaði á eyðublöðin og var svo horfinn í seinna skiptið sem við komum aftur. Það er nú meira hvað sumir geta verið ruddalegir!
Síðan lentum við á leigubílstjóra sem rukkaði okkur alltof mikið (allt pabba að kenna, auðvitað). Ég vissi að þetta var alltof hátt verð en nennti ekki að gera veður út af því vegna þess að klukkan var hálfþrjú um nótt og Erik að deyja úr þreytu.
Að lokum vaknaði ég við það um nóttina að hleypt var af skotum einhvers staðar í nágrenninu. Ég vissi að þetta var ekki gott hverfi, en fyrr má nú vera. Fyrst heyrðust nokkur skot, síðan hróp og köll og stuttu seinna vaknaði ég við mikið sírenuvæl. Ég lagði ekki í það að spyrja morguninn eftir í lobbyinu hvað hefði verið um að vera.
Auk þess eru margir sem vinna við afgreiðslu í þessari borg dónalegir og leiðinlegir og erfitt að skilja enskuna þeirra. Og hananú!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. júní 2007
Herlaust Kosta Ríka
Mér hefur fundist gaman að fylgjast með umræðunni um brottför kanahersins á Íslandi og sjá hvað stjórnmálamenn verða stressaðir yfir því að við stöndum varnarlaus eftir. Þeir stóðu sveittir í utanríkisráðuneytinu og pældu í því hver myndi vilja gera við okkur samning um loftvarnir, eins og það væri eitthvað bráðnauðsynlegt. Hér í Kosta Ríka er enginn her, rétt eins og núna á Íslandi. En þeir eru ekki í NATÓ. Reyndar eru þeir ekki í neinu hernaðarbandalagi. Hvað gera þeir þá til að tryggja öryggi sitt? spyr nú væntanlega einhver.
Kosta Ríka liggur á milli tveggja ríkja sem lengi áttu í borgarastyrjöldum: Panama og Níkaragúa. Það hafði aldrei áhrif á Kosta Ríka. Í báðum þessum löndum og víðast hvar í Mið- og Suður-Ameríku eru hryðjuverkamenn sem ræna og drepa saklausa borgara og ferðamenn. En það er ekki til í Kosta Ríka. Kosta Ríka er friðsamt ríki enda er hér enginn her. Lögreglan gengur að vísu með vopn en þarf sjaldan að beita þeim. Hér er friður og hefur ekki komið til átaka síðan 1948 þegar borgarar gerðu uppreisn vegna forsetakosningasvindls. Það þykir stórviðburður ef einhver er myrtur, rétt eins og heima á Íslandi.
En hvernig tryggja þeir þá öryggi sitt? Jú, í stað þess að gera VARNARsamning við eitt ákveðið ríki hafa þeir gert FRIÐARsamning við heiminn. Þeir segja einfaldlega: Við erum friðsamt ríki og getum ekki varið okkur, svo vinsamlegast látið okkur í friði. EF hins vegar einhverjum vitleysingnum dytti í hug að ráðast á þá, væri það skýrt lögbrot og Sameinuðu þjóðirnar myndu koma þeim til varnar á nóinu.
Er þetta kannski möguleiki sem íslenskir stjórnmálamenn ættu að íhuga??
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 14. júní 2007
Vania, þriðji hluti
Afsakið mig hvað þetta kemur seint að deginum, en við fórum aðeins út í gærkvöldi og komum seint heim, svona um miðnætti. Ég svaf því frammeftir í dag, til hálf níu...
Læknirinn sem tók á móti henni í Guatemala skoðaði lyfin hennar og bannaði henni í framhaldinu að taka meira af þeim óþverra. Að því búnu var hún borin aftur upp í flugvél þar sem hún var á leiðinni aftur til Kosta Ríka að gera aðra tilraun til að lenda. Þegar á hólminn kom var enn of mikil þoka til að lenda og því var snúið aftur við til Guatemala. Þar áttu allir farþegarnir 145 að fara á hótel yfir nóttina. Vania fór hins vegar með sjúkrabíl á bráðadeildina þar sem hún fékk sprautu. Nú var kominn 2. júní.
Í mókinu af sprautunni mundi hún allt í einu eftir því að hún var á blæðingum. Hún stundi því upp úr sér við lækninn og bað um að henni yrði útvegaður túrtappi. Læknirinn fór og talaði við hjúkrunarkonu sem gerði dauðaleit en fann ekkert nema bindi. Vania þáði það og fékk aðstoð við að setja það á sig.
Allt í kringum hana voru nú karlmannsraddir og hún gerði sér allt í einu grein fyrir því að hún heyrði eina kunnuglega rödd. Það var einhver sem hafði verið með henni frá því hún var borin út úr flugvélinni í seinna skiptið, einhver frá flugvellinum. Nú var þessi ungi maður sendur með hana á hótel. Hann fór með hana í sínum eigin bíl.
Vania hafði enn áhyggjur af blæðingunum og bað hann að koma við í apóteki. Þar sem það var mið nótt var ekki auðvelt að finna opið apótek en loks fannst það nú, næturapótek sem var bara gluggi með rimlum. Hvað vantar þig? spurði ungi maðurinn blíðlega. Mig vantar túrtappa, sagði hún með erfiðismunum. Ungi maðurinn fór í apótekið og ræddi lengi við manninn í afgreiðslunni, sem var heldur ekki alveg viss hvað það var sem Vania vildi. Loks keypti ungi maðurinn eitthvað og sýndi Vöniu. Er það þetta sem þig vantar? sagði hann. Öh, já, þetta er fínt, muldraði hún. Svo lá leiðin upp á hótel.
Ungi maðurinn hjálpaði henni upp á herbergi. Hún átti enn mjög erfitt með að hreyfa sig og var ekki alveg með fullri meðvitund eftir sprautuna og lyfin sem hún tók í flugvélinni. Ég þarf að fara á klósettið, sagði hún og ungi maðurinn fylgdi henni á klósettið. Svo fann hún að hann hneppti frá buxunum hennar og byrjaði að draga þær niður. Henni fannst þetta nú frekar undarlegt en hafði ekki orku til að streitast á móti. Sestu á klósettið, sagði hann, afar ljúflega. Síðan dró hann af henni buxur og nærbuxur og henti bindinu. Þú þarft að fara í bað, sagði hann svo og byrjaði að láta renna í bað. Og fötin þín eru öll blóðug, ég legg þau í bleyti hérna í vaskinum. Ha.. já..., stundi Vania.
Framhald á morgun...
Dægurmál | Breytt 15.6.2007 kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 28. maí 2007
3 dagar í ferð til Kosta Ríka
Dagarnir líða alltof hratt núna, ég á eftir að gera svo margt áður en við förum. Eitt af því er að taka til í húsinu . Einu sinni tók ég svefnherbergið í gegn og það tók þrjá daga. Svo breytti ég því í borðstofu... Einn stærsti gallinn við að vera einstæð (eða einhleyp) móðir er tímaskorturinn. Það er bara ekki tími til að taka til og þrífa á veturna. Ég rétt kemst yfir þetta lífsnauðsynlegasta: að vaska upp, þvo þvott og þrífa heimilismenn. Annað verður að bíða til sumars. Og ég er bara með eitt barn!
Það er mikill spenningur í gangi á heimilinu. Sá litli gerir ekkert sem hann er beðinn um og má ekki einu sinni vera að því að fara á klósettið. Það eykur reyndar talsvert álagið á þvottvélina. Hann hlakkar svo mikið til að hitta pabba sinn sem hann hefur ekki hitt síðan í ágúst. Ég nota tækifærið og reyni að siða hann til með því að segja að í Kosta Ríka sé til siðs að borða með hnífapörum og alveg bannað að prumpa við matarborðið. Það virkar ekkert sérlega vel.
Meira á morgun...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 28. maí 2007
4 dagar í ferð til Kosta Ríka
Það var enginn tími til að blogga í gær, þess vegna var enginn pistill um 5 daga í ferðalag. Fyrst var aðalfundur hjá Félagi einstæðra foreldra, þar sem Jóhanna Sigurðardóttir var svo almennileg að koma okkur inn í dagskrána hjá sér, þrátt fyrir miklar annir í nýju embætti, og hélt glimrandi tölu. Takk, Jóhanna! Síðan var útskrift hjá tilvonandi tilvonandi mági mínum, en hann lauk stúdentsprófi frá MH með því að taka þrjá síðustu áfangana í vetur í fjarnámi hjá okkur í Ármúla og þar af einn hjá undirritaðri . Hann fékk sérstök verðlaun fyrir að vera yndislegasti nemandinn. Þar með hefur hann lokið sínu stúdentaprófi á 9 árum. Dúxinn lauk því á 3 svo að meðaltali tóku þau sér 6 ár í þetta. Hver var aftur að tala um að stytta stúdentinn niður í 3 ár?...
Meira á morgun...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 25. maí 2007
6 dagar í ferð til Kosta Ríka
Sumarfríið er loksins komið. Ég var farin að halda að það myndi aldrei koma en tíminn líður víst hvað sem tautar og raular og allt tekur enda. Og þar með hefst líka alltaf eitthvað nýtt. Nú eru 6 dagar þangað til við förum til Kosta Ríka og það verður ýmislegt brallað á þessum mánuði sem við verðum þar: Farið á eldfjöll og ströndina, jafnvel í frumskóginn (hver veit), skrifaðir útvarpspistlar, lögð drög að ferðabók, gerð heimildamynd og margt fleira skemmtilegt.
Ég rakst á þetta persónulega heimskort hjá einhverjum hérna á blogginu og ákvað að láta það fljóta með. Þetta eru semsagt löndin sem ég hef komið til. Ég tók ekki með þau lönd þar sem ég hef bara komið á flugvöllinn.
Slóðin er http://www.world66.com/myworld66/visitedCountries.
Dægurmál | Breytt 28.5.2007 kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
325 dagar til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar